Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 11:01 Jeff Bezos er sagður langa í Tiktok. Michael M. Santiago/Getty Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. Þetta hefur New York Times eftir þremur heimildarmönnum sínum, sem sagðir eru tengjast tilboðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti frestaði banni forvera síns í starfi á TikTok um 75 daga í janúar síðastliðnum og sá frestur rennur út á sunnudag. Reyna að koma samfélagsmiðlinum í var Í frétt New York Times segir að Hvíta húsið rói nú að því öllum árum að koma sölu á Tiktok í kring áður en bannið tekur gildi á ný. Þar hafi meðal annars verið reynt að koma saman hópi bandarískra fjárfesta í Tiktok, þar á meðal tæknirisanum Oracle og sjóðsstýringafélaginu Blackrock, sem myndi koma að samfélagsmiðlinum án þess að formleg sala færi fram. Þó liggi ekki fyrir hvort slíkt samkomulag myndi uppfylla skilyrði laga þeirra sem banna Tiktok í Bandaríkjunum. Amazon hefur reynt að komast inn á markaðinn Í fréttinni segir að Amazon hafi skilað tilboði í Tiktok til J.D Vance, varaforseta Bandaríkjanna, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Amazon hafi neitað að tjá sig um málið og eigendur Tiktok hafi ekki svarað fyrirspurn um málið. Haft er eftir heimildarmönnum að tilboðinu hafi ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Þó skyldi engan furða að Amazon hefði áhuga á að eignast Tiktok enda tengist samfélagsmiðilinn verlsunarrisanum nánum böndum. Áhrifavaldar á miðlinum hafa verið duglegir að auglýsa hinar ýmsu vörur sem fást á Amazon, gegn söluþóknun. Þá hefur Amazon reynt að koma sér inn á sama markað og Tiktok starfar á með Inspire, eins konar smáforriti innan smáforrits Amazon. Verkefnið vakti talsverða athygli en gekk illa og hefur nú verið fjarlægt úr forritinu. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Amazon Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 TikTok bann í Bandaríkjunum TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 19. janúar 2025 10:03 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta hefur New York Times eftir þremur heimildarmönnum sínum, sem sagðir eru tengjast tilboðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti frestaði banni forvera síns í starfi á TikTok um 75 daga í janúar síðastliðnum og sá frestur rennur út á sunnudag. Reyna að koma samfélagsmiðlinum í var Í frétt New York Times segir að Hvíta húsið rói nú að því öllum árum að koma sölu á Tiktok í kring áður en bannið tekur gildi á ný. Þar hafi meðal annars verið reynt að koma saman hópi bandarískra fjárfesta í Tiktok, þar á meðal tæknirisanum Oracle og sjóðsstýringafélaginu Blackrock, sem myndi koma að samfélagsmiðlinum án þess að formleg sala færi fram. Þó liggi ekki fyrir hvort slíkt samkomulag myndi uppfylla skilyrði laga þeirra sem banna Tiktok í Bandaríkjunum. Amazon hefur reynt að komast inn á markaðinn Í fréttinni segir að Amazon hafi skilað tilboði í Tiktok til J.D Vance, varaforseta Bandaríkjanna, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Amazon hafi neitað að tjá sig um málið og eigendur Tiktok hafi ekki svarað fyrirspurn um málið. Haft er eftir heimildarmönnum að tilboðinu hafi ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Þó skyldi engan furða að Amazon hefði áhuga á að eignast Tiktok enda tengist samfélagsmiðilinn verlsunarrisanum nánum böndum. Áhrifavaldar á miðlinum hafa verið duglegir að auglýsa hinar ýmsu vörur sem fást á Amazon, gegn söluþóknun. Þá hefur Amazon reynt að koma sér inn á sama markað og Tiktok starfar á með Inspire, eins konar smáforriti innan smáforrits Amazon. Verkefnið vakti talsverða athygli en gekk illa og hefur nú verið fjarlægt úr forritinu.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Amazon Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 TikTok bann í Bandaríkjunum TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 19. janúar 2025 10:03 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32
TikTok bann í Bandaríkjunum TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. 19. janúar 2025 10:03