„Hann er eins og Terminator eða Sauron með hringinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 09:00 Adama Traore hefur verið á miklu flugi það sem af er leiktíð. Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni gærdagsins, Adama Traore. Þessi magnaði leikmaður fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Liverpool vann þann leik, líkt og nær alla aðra leiki sína á þessari leiktíð, en Traore var stórkostlegur í liði Wolves. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk gult spjald fyrir að brjóta á Traore í leiknum og varð þar með 28. leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær spjald fyrir að brjóta á þessum magnaða vængmanni Wolves. Andy Robertson every time he turns around and sees Adama Traore running at him:#WOLLIVpic.twitter.com/vbtaCdRENo— Josh Marley (@Josh12Marley) January 23, 2020 Þeir Spiers og Pearce fjalla þó ekki um Traore út frá sínum skoðunum né Klopp heldur heyrðu þeir í leikmönnum deildarinnar og ræddu við þá um það hvernig væri að spila gegn þessu mennska fjalli sem Traore er orðinn. Fyrsti maður sem þeir spurðu var Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, en sá er enginn smá smíði sjálfur.„Hann er með hraða. Hann er mögulega fljótastu leikmaður deildarinnar,“ segir Hollendingurinn áður en hann heldur áfram.„Það er augljóslega mikill styrkur fyrir Wolves að hafa hann þarna úti á vængnum. Þú þarft að ákveða þig hvort þú ætlir að fara nálægt honum eða leyfa honum að hlaupa af stað.“Liverpool vörnin hefur verið einkar öflug það sem af er tímabili og gefið fá færi á sér. Raunar hefur liðið aðeins fengið á sig 15 mörk til þessa í 23 leikjum, þar af aðeins eitt í síðustu átta. Wolves náði hins vegar að skapa sér þónokkur færi í leik liðanna í miðri viku, flest öll þökk sé útsjónarsemi Traore. Spiers og Pearce heyrðu einnig í Jarlath O‘Rourke, leikmanni Norður-írska liðsins Crusaders en þeir mættu Wolves í undankeppni Evrópudeildarinnar. O´Rourke fékk það hlutverk að dekka Traore í leiknum.„Ógnvekjandi,“ voru orð O'Rourke er hann var spurður út í hvernig tilfinningin hefði verið þegar það var ljóst að Adama Traore væri hans megin í uppstillingu Wolves það kvöld. Norður-Írinn komst ágætlega frá rimmunni en Wolves fór samt sem áður örugglega áfram. O'Rourke fékk þó ágætis minjagrip en hann fékk treyju Traore eftir síðari leikinn. Sú er nú í ramma upp á vegg. Þá tjáði Jetro Williams, varnarmaður Newcastle United, sig um það hvernig væri að spila gegn Traore fyrr í þessum mánuði. Hann líkti honum einfaldlega við Cristiano Ronaldo.„Hann er þekktur sem fljótasti maðurinn í fótboltanum og ég get staðfest það,“ sagði Williams um Traore. Hann nefndi svo Ronaldo en hann lék gegn honum er Portúgal og Holland mættust í Þjóðadeildinni. Líkamlegir yfirburðir ásamt ógnvekjandi hraða var það sem Williams taldi vera líkt með þeim félögum. Það er ljóst að ef Traore heldur framgöngu sinni áfram þá verður hann kominn í mun stærra lið en Wolves áður en langt er um liðið. Adama Traoré now has 7 PL assists this season, only Kevin De Bruyne (15) and Trent Alexander-Arnold (10) have more. Very impressive for a player with “no end product.” pic.twitter.com/idOsj8g3Y9— Statman Dave (@StatmanDave) January 23, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni gærdagsins, Adama Traore. Þessi magnaði leikmaður fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Liverpool vann þann leik, líkt og nær alla aðra leiki sína á þessari leiktíð, en Traore var stórkostlegur í liði Wolves. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk gult spjald fyrir að brjóta á Traore í leiknum og varð þar með 28. leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær spjald fyrir að brjóta á þessum magnaða vængmanni Wolves. Andy Robertson every time he turns around and sees Adama Traore running at him:#WOLLIVpic.twitter.com/vbtaCdRENo— Josh Marley (@Josh12Marley) January 23, 2020 Þeir Spiers og Pearce fjalla þó ekki um Traore út frá sínum skoðunum né Klopp heldur heyrðu þeir í leikmönnum deildarinnar og ræddu við þá um það hvernig væri að spila gegn þessu mennska fjalli sem Traore er orðinn. Fyrsti maður sem þeir spurðu var Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, en sá er enginn smá smíði sjálfur.„Hann er með hraða. Hann er mögulega fljótastu leikmaður deildarinnar,“ segir Hollendingurinn áður en hann heldur áfram.„Það er augljóslega mikill styrkur fyrir Wolves að hafa hann þarna úti á vængnum. Þú þarft að ákveða þig hvort þú ætlir að fara nálægt honum eða leyfa honum að hlaupa af stað.“Liverpool vörnin hefur verið einkar öflug það sem af er tímabili og gefið fá færi á sér. Raunar hefur liðið aðeins fengið á sig 15 mörk til þessa í 23 leikjum, þar af aðeins eitt í síðustu átta. Wolves náði hins vegar að skapa sér þónokkur færi í leik liðanna í miðri viku, flest öll þökk sé útsjónarsemi Traore. Spiers og Pearce heyrðu einnig í Jarlath O‘Rourke, leikmanni Norður-írska liðsins Crusaders en þeir mættu Wolves í undankeppni Evrópudeildarinnar. O´Rourke fékk það hlutverk að dekka Traore í leiknum.„Ógnvekjandi,“ voru orð O'Rourke er hann var spurður út í hvernig tilfinningin hefði verið þegar það var ljóst að Adama Traore væri hans megin í uppstillingu Wolves það kvöld. Norður-Írinn komst ágætlega frá rimmunni en Wolves fór samt sem áður örugglega áfram. O'Rourke fékk þó ágætis minjagrip en hann fékk treyju Traore eftir síðari leikinn. Sú er nú í ramma upp á vegg. Þá tjáði Jetro Williams, varnarmaður Newcastle United, sig um það hvernig væri að spila gegn Traore fyrr í þessum mánuði. Hann líkti honum einfaldlega við Cristiano Ronaldo.„Hann er þekktur sem fljótasti maðurinn í fótboltanum og ég get staðfest það,“ sagði Williams um Traore. Hann nefndi svo Ronaldo en hann lék gegn honum er Portúgal og Holland mættust í Þjóðadeildinni. Líkamlegir yfirburðir ásamt ógnvekjandi hraða var það sem Williams taldi vera líkt með þeim félögum. Það er ljóst að ef Traore heldur framgöngu sinni áfram þá verður hann kominn í mun stærra lið en Wolves áður en langt er um liðið. Adama Traoré now has 7 PL assists this season, only Kevin De Bruyne (15) and Trent Alexander-Arnold (10) have more. Very impressive for a player with “no end product.” pic.twitter.com/idOsj8g3Y9— Statman Dave (@StatmanDave) January 23, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00
Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45