Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 22:00 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Baldur Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira