Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 23:00 Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40