Dómur yfir yfirmanni sem áreitti 17 ára stúlku mildaður Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 21:34 Landsréttur vísaði til dráttar sem varð á málinu um ákvörðun sína um að milda dóminn. Vísir/Egill Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira