Höfnum stríði við Íran Guttormur Þorsteinsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Laugardagurinn 25. janúar er helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli Írans og Bandaríkjanna má rekja að minnsta kosti aftur til byltingarinnar 1979 en nú er sérstaklega ófriðvænlegt eftir að forseti Bandaríkjanna lét ráða af dögum einn æðsta ráðamann Íran, hershöfðingjann Qasem Soleimani, í heimsókn hans til Írak í byrjun árs. Mesta stríðshættan er mögulega liðin hjá eftir tiltöluleg hófstiltar hefndaraðgerðir Írana en það kraumar enn í ófriðarlogunum. Þetta er mikil afturför frá því að kjarnorkusáttmálinn á milli Íran, Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og evrópsku stórveldanna var undiritaður árið 2015 en það var eitt stærsta skrefið í friðarátt í Miðausturlöndum síðustu áratugi. Hann hefði heft útbreiðslu kjarnorkuvopna í heimslutanum um fyrirsjáanlega framtíð og lagt grunninn að friðsamlegum samskiptum Írans við Vesturlönd. Þörfin var brýn eftir þá óöld sem innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 olli á svæðinu. Því miður var þeim samningi kastað út í hafsauga af núverandi stjórnvöldum Bandaríkjanna þvert á vilja annarra samningsaðilla. Eftir að hafa þannig stimplað sig út úr samningaviðræðum settu þau á enn harðari refsiaðgerðir án þess að bjóða upp á nokkra raunhæfa leið fyrir Íran út úr þeim. Þessi stefna Bandaríkjanna er ávísun á stigmagnandi átök. Þrátt fyrir ögranir eins og drónaárásina á Soleimani virðist Donald Trump ekki hafa skýr markmið um stríð við Íran en í svona spennuástandi geta slys eða frekari ögranir á báða bóga auðveldlega breyst í alsherjarstríð. Dauði 176 farþega og áhafnar í flugi PS752 sem var skotið niður af Írönum fyrir mistök er svo sorglegt dæmi um hvað getur gerst í svoleiðis ástandi. Afleiðingarnar af stríði yrðu svo enn alvarlegri, milljónir saklausra borgara gætu fallið og Persaflói sem þriðjungur af olíuútflutningi heimsins fer um yrði að vígvelli þar sem ótal olíuskip og olíumannvirki yrðu skotmörk íranskra flugskeyta og Bandarískra sprengjuflugvéla. Líkurnar aukast líka á því að Íran þrói kjarnorkuvopn ef það lítur út eins og eina leiðin til að tryggja sig gegn árásum Bandaríkjanna. Þá er hætt við að fleiri ríki eins og Sádi-Arabía fylgi á eftir, sem eykur enn hættuna á kjarnorkustyrjöld. Fjölmörg friðarsamtök í Bandaríkjunum og víðar standa að mótmælum gegn stríði við Íran núna á laugardaginn og vonandi verða þau fyrirbyggjandi. Endurtökum ekki glæpsamleg mistök Íraksstríðsins en hlustum á mótmælendur sem krefjast friðar. Íslensk stjórnvöld gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að samþykkja sáttmála um kjarnorkuafvopnun og með því að beita sér fyrir friðsamlegum lausnum á deilumálum og gegn drónáárásum án dóms og laga. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Íran Utanríkismál Mest lesið Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 25. janúar er helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli Írans og Bandaríkjanna má rekja að minnsta kosti aftur til byltingarinnar 1979 en nú er sérstaklega ófriðvænlegt eftir að forseti Bandaríkjanna lét ráða af dögum einn æðsta ráðamann Íran, hershöfðingjann Qasem Soleimani, í heimsókn hans til Írak í byrjun árs. Mesta stríðshættan er mögulega liðin hjá eftir tiltöluleg hófstiltar hefndaraðgerðir Írana en það kraumar enn í ófriðarlogunum. Þetta er mikil afturför frá því að kjarnorkusáttmálinn á milli Íran, Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og evrópsku stórveldanna var undiritaður árið 2015 en það var eitt stærsta skrefið í friðarátt í Miðausturlöndum síðustu áratugi. Hann hefði heft útbreiðslu kjarnorkuvopna í heimslutanum um fyrirsjáanlega framtíð og lagt grunninn að friðsamlegum samskiptum Írans við Vesturlönd. Þörfin var brýn eftir þá óöld sem innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 olli á svæðinu. Því miður var þeim samningi kastað út í hafsauga af núverandi stjórnvöldum Bandaríkjanna þvert á vilja annarra samningsaðilla. Eftir að hafa þannig stimplað sig út úr samningaviðræðum settu þau á enn harðari refsiaðgerðir án þess að bjóða upp á nokkra raunhæfa leið fyrir Íran út úr þeim. Þessi stefna Bandaríkjanna er ávísun á stigmagnandi átök. Þrátt fyrir ögranir eins og drónaárásina á Soleimani virðist Donald Trump ekki hafa skýr markmið um stríð við Íran en í svona spennuástandi geta slys eða frekari ögranir á báða bóga auðveldlega breyst í alsherjarstríð. Dauði 176 farþega og áhafnar í flugi PS752 sem var skotið niður af Írönum fyrir mistök er svo sorglegt dæmi um hvað getur gerst í svoleiðis ástandi. Afleiðingarnar af stríði yrðu svo enn alvarlegri, milljónir saklausra borgara gætu fallið og Persaflói sem þriðjungur af olíuútflutningi heimsins fer um yrði að vígvelli þar sem ótal olíuskip og olíumannvirki yrðu skotmörk íranskra flugskeyta og Bandarískra sprengjuflugvéla. Líkurnar aukast líka á því að Íran þrói kjarnorkuvopn ef það lítur út eins og eina leiðin til að tryggja sig gegn árásum Bandaríkjanna. Þá er hætt við að fleiri ríki eins og Sádi-Arabía fylgi á eftir, sem eykur enn hættuna á kjarnorkustyrjöld. Fjölmörg friðarsamtök í Bandaríkjunum og víðar standa að mótmælum gegn stríði við Íran núna á laugardaginn og vonandi verða þau fyrirbyggjandi. Endurtökum ekki glæpsamleg mistök Íraksstríðsins en hlustum á mótmælendur sem krefjast friðar. Íslensk stjórnvöld gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að samþykkja sáttmála um kjarnorkuafvopnun og með því að beita sér fyrir friðsamlegum lausnum á deilumálum og gegn drónáárásum án dóms og laga. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun