Höfnum stríði við Íran Guttormur Þorsteinsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Laugardagurinn 25. janúar er helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli Írans og Bandaríkjanna má rekja að minnsta kosti aftur til byltingarinnar 1979 en nú er sérstaklega ófriðvænlegt eftir að forseti Bandaríkjanna lét ráða af dögum einn æðsta ráðamann Íran, hershöfðingjann Qasem Soleimani, í heimsókn hans til Írak í byrjun árs. Mesta stríðshættan er mögulega liðin hjá eftir tiltöluleg hófstiltar hefndaraðgerðir Írana en það kraumar enn í ófriðarlogunum. Þetta er mikil afturför frá því að kjarnorkusáttmálinn á milli Íran, Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og evrópsku stórveldanna var undiritaður árið 2015 en það var eitt stærsta skrefið í friðarátt í Miðausturlöndum síðustu áratugi. Hann hefði heft útbreiðslu kjarnorkuvopna í heimslutanum um fyrirsjáanlega framtíð og lagt grunninn að friðsamlegum samskiptum Írans við Vesturlönd. Þörfin var brýn eftir þá óöld sem innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 olli á svæðinu. Því miður var þeim samningi kastað út í hafsauga af núverandi stjórnvöldum Bandaríkjanna þvert á vilja annarra samningsaðilla. Eftir að hafa þannig stimplað sig út úr samningaviðræðum settu þau á enn harðari refsiaðgerðir án þess að bjóða upp á nokkra raunhæfa leið fyrir Íran út úr þeim. Þessi stefna Bandaríkjanna er ávísun á stigmagnandi átök. Þrátt fyrir ögranir eins og drónaárásina á Soleimani virðist Donald Trump ekki hafa skýr markmið um stríð við Íran en í svona spennuástandi geta slys eða frekari ögranir á báða bóga auðveldlega breyst í alsherjarstríð. Dauði 176 farþega og áhafnar í flugi PS752 sem var skotið niður af Írönum fyrir mistök er svo sorglegt dæmi um hvað getur gerst í svoleiðis ástandi. Afleiðingarnar af stríði yrðu svo enn alvarlegri, milljónir saklausra borgara gætu fallið og Persaflói sem þriðjungur af olíuútflutningi heimsins fer um yrði að vígvelli þar sem ótal olíuskip og olíumannvirki yrðu skotmörk íranskra flugskeyta og Bandarískra sprengjuflugvéla. Líkurnar aukast líka á því að Íran þrói kjarnorkuvopn ef það lítur út eins og eina leiðin til að tryggja sig gegn árásum Bandaríkjanna. Þá er hætt við að fleiri ríki eins og Sádi-Arabía fylgi á eftir, sem eykur enn hættuna á kjarnorkustyrjöld. Fjölmörg friðarsamtök í Bandaríkjunum og víðar standa að mótmælum gegn stríði við Íran núna á laugardaginn og vonandi verða þau fyrirbyggjandi. Endurtökum ekki glæpsamleg mistök Íraksstríðsins en hlustum á mótmælendur sem krefjast friðar. Íslensk stjórnvöld gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að samþykkja sáttmála um kjarnorkuafvopnun og með því að beita sér fyrir friðsamlegum lausnum á deilumálum og gegn drónáárásum án dóms og laga. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Íran Utanríkismál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 25. janúar er helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli Írans og Bandaríkjanna má rekja að minnsta kosti aftur til byltingarinnar 1979 en nú er sérstaklega ófriðvænlegt eftir að forseti Bandaríkjanna lét ráða af dögum einn æðsta ráðamann Íran, hershöfðingjann Qasem Soleimani, í heimsókn hans til Írak í byrjun árs. Mesta stríðshættan er mögulega liðin hjá eftir tiltöluleg hófstiltar hefndaraðgerðir Írana en það kraumar enn í ófriðarlogunum. Þetta er mikil afturför frá því að kjarnorkusáttmálinn á milli Íran, Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og evrópsku stórveldanna var undiritaður árið 2015 en það var eitt stærsta skrefið í friðarátt í Miðausturlöndum síðustu áratugi. Hann hefði heft útbreiðslu kjarnorkuvopna í heimslutanum um fyrirsjáanlega framtíð og lagt grunninn að friðsamlegum samskiptum Írans við Vesturlönd. Þörfin var brýn eftir þá óöld sem innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 olli á svæðinu. Því miður var þeim samningi kastað út í hafsauga af núverandi stjórnvöldum Bandaríkjanna þvert á vilja annarra samningsaðilla. Eftir að hafa þannig stimplað sig út úr samningaviðræðum settu þau á enn harðari refsiaðgerðir án þess að bjóða upp á nokkra raunhæfa leið fyrir Íran út úr þeim. Þessi stefna Bandaríkjanna er ávísun á stigmagnandi átök. Þrátt fyrir ögranir eins og drónaárásina á Soleimani virðist Donald Trump ekki hafa skýr markmið um stríð við Íran en í svona spennuástandi geta slys eða frekari ögranir á báða bóga auðveldlega breyst í alsherjarstríð. Dauði 176 farþega og áhafnar í flugi PS752 sem var skotið niður af Írönum fyrir mistök er svo sorglegt dæmi um hvað getur gerst í svoleiðis ástandi. Afleiðingarnar af stríði yrðu svo enn alvarlegri, milljónir saklausra borgara gætu fallið og Persaflói sem þriðjungur af olíuútflutningi heimsins fer um yrði að vígvelli þar sem ótal olíuskip og olíumannvirki yrðu skotmörk íranskra flugskeyta og Bandarískra sprengjuflugvéla. Líkurnar aukast líka á því að Íran þrói kjarnorkuvopn ef það lítur út eins og eina leiðin til að tryggja sig gegn árásum Bandaríkjanna. Þá er hætt við að fleiri ríki eins og Sádi-Arabía fylgi á eftir, sem eykur enn hættuna á kjarnorkustyrjöld. Fjölmörg friðarsamtök í Bandaríkjunum og víðar standa að mótmælum gegn stríði við Íran núna á laugardaginn og vonandi verða þau fyrirbyggjandi. Endurtökum ekki glæpsamleg mistök Íraksstríðsins en hlustum á mótmælendur sem krefjast friðar. Íslensk stjórnvöld gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að samþykkja sáttmála um kjarnorkuafvopnun og með því að beita sér fyrir friðsamlegum lausnum á deilumálum og gegn drónáárásum án dóms og laga. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun