Wang sló Serenu Williams óvænt út og ferill þeirrar dönsku á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:30 Tárin runnu hjá Caroline Wozniacki eftir síðasta leik ferilsins í nótt. Getty/Clive Brunskill Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé. Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé.
Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira