Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2025 21:16 Valur - Víkingur Besta Deild Karla Vor 2025 vísir/Diego Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld. Davíð Örn Atlason kom Víkingi yfir tæplega 20 mínútna leik en Davíð Örn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar inn í autt markið eftir að Niko Hansen framlengdi boltann til hans á fjærstöngina. Um það bil tíu mínútum síðar var Erlingur Agnarsson svo búinn að tvöfalda forystu Víkings. Helgi Guðjónsson, sem spilaði aftur í vinstri bakvarðarstöðunni, fékk þá mikinn tíma til að athafna sig og kom með góða fyrirgjöf sem Erlingur kláraði af stakri prýði. Vuk Oskar Dimitrijevic kom svo Fram aftur inn í leikinn með marki á 37. mínútu leiksins. Frammarar áttu þá flotta sókn upp hægri vænginn og boltinn endaði hjá Magnúsi Inga Þórðarsyni sem renndi boltanum á Vuk Oskari. Skot Vuks Oskars endaði í netinu og allt galopið fyrir seinni hálfleikinn. Gylfi Þór Sigurðsson opnaði svo markareikning í Víkingstreyjunni í Bestu-deildinni þegar hann kom Víkingi í 3-1 um stundarfjórðungi fyir lok venjulegs leiktíma. Viktor Örlygur Andrason, sem átti góða innkomu af varamannabekknum, skar þá boltann niður á Gylfa Þór sem kom sér í betri stöðu með fumlausri snertingu. Gylfi Þór slúttaði svo með hnitmiðuðu skoti. Róbert Hauksson sem kom inná sem varamaður hleypti síðan spennu í uppbótartíma leiksins með því að skalla fyrirgjöf Kennie Chopart í netið í byrjun uppbótartímans sem var níu mínútur. Lengra komust Frammarar ekki og 3-2 sigur Víkings staðreynd. Víkingur tyllti sér á topp deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 10 stig líkt Vestri og Breiðablik. Víkingur er með bestu markatöluna af þessum þremur liðum og situr því á toppnum. Fram er aftur á móti í sjöunda sæti með sex stig en Valur, Stjarnan og ÍA eru með sama stigafjölda. Sölvi Geir Ottesen var sáttur við spilamennsku sinna manna. Vísir/Diego Sölvi Geir: Þetta tók óþarflega á taugarnar undir lokin „Mér fannst við ná að stýra leiknum betur en við höfum verið að gera í sumar þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum góðar stöður og fín færi til þess að bæta við fleiri mörkum og mér fannst við átt að leiða með stærri mun í hálfleik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, að leik loknum. „Við settum Gylfa Þór aðeins framar á völlinn og hann komst meira í boltann en hann hefur verið að gera. Gylfi Þór leiðir með fordæmi sínu með dugnaði sínum og hlaupum og það er frábært að fylgjast með honum. Hann sýndi svo gæði sem hann hefur upp á að bjóða í markinu sem hann skoraði,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Þeir komust meira inn í leikinn í seinni hálfleik og náðu að skapa hættu þegar þeir tóku sjénsinn með því að fara framar á völlinn. Þetta var óþarflega taugatrekkjandi undir lokin en sem betur náðum við ða landa sigrinum sem mér fannst við klárlega eiga skilinn,“ sagði hann. Ingvar Jónsson fór meidur af velli undir lok leiksins en Sölvi Geir telur meiðslin ekki vera alvarleg: „Ég held að þetta séu ekki alvarleg meiðsl án þess þó að vera viss. Vonandi verður hann búinn að jafna sig fyrir næsta leik,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. Rúnar Kristinsson: Náðum að setja þrýsting á þá „Við vorum frekar ragir fyrstu 20 mínúturnar sirka og gáfum þeim full mikinn frið með boltann. Þeir skora eftir föst leikatriði þar sem þeir eru sterkir og svo vel útfærða sókn þar sem við hefðum getað varist betur. Eftir það settum við meiri pressu á þá og komum okkur inn í leikinn með markinu hjá Vuk,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Mér fannst við koma inn af krafti inn í seinni hálfleikinn og hefðum hæglega geatað jafnað áður en Gylfi Þór skoraði. Það er jákvætt að við höfum ekki kastað inn hvíta handklæðinu eftir að hafa lent 3-1 undir og við settum þrýsting á þá undir lokin,“ sagði Rúnar þar að auki. „Eftir að Róbert skoraði fengum við nokkur færi og það munaði ekki miklu að við fengjum stig á erfiðum útivelli. Það virðist stundum vera að við þurfum að lenda undir til þess að verða hugaðir í pressu og halda betur í boltann. Það þarf að breyta því í framhaldinu,“ sagði hann. „Við viljum geta mixað leiknum meira án þess að taka mið af því hvað staðan er í leikjunum. Setja lið undir pressu þó svo að staðan sé enn jöfn. Það er erfitt að spila pressubolta allan tímann en ég myndi vilja geta sýnt ákefð í varnarleiknum og sköpunarkraft í sóknarleiknum í lengri tíma og fyrr í leikjum,“ sagði þjálfari Frammara. Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni. vísir/Diego Atvik leiksins Gylfi Þór minnti á það hversu löðrandi gæði eru í fótum hans þegar hann tók silkimjúka snertingu sem skilaði honum í gott færi og skoraði svo fyrsta deildarmark sitt fyrir Víking. Það var mikill ferskleiki í Gylfa Þór í kvöld og hann var mikið í boltanum. Stjörnur og skúrkar Helga Guðjónssyni virðist líka lífið vel í nýrri stöðu í vinstri bakverðinum og hann lagði upp eitt mark og var þar fyrir utan með áætlunarferðir upp vinstri kantinn í leiknum. Gylfi Þór var eins og áður segir mun mun sýnilegri í sóknarleik Víkings en í fyrstu leikjum Víkings á tímabilinu. Stígur Diljan Þórðarson átti góða spretti á vinstri kantinum og Erlingur Agnarsson skoraði laglegt mark. Oliver Ekroth batt svo saman vörn Víkings í kvöld og vann mikilvæg einvígi undir lok leiksins. Fred var öflugur inni á miðsvæðinu hjá Fram og Vuk Oskar skoraði gott mark. Haraldur Einar og Kennie Chopart ógnuðu með góðum fyrirgjöfum sínum utan af köntunum. Dómarar leiksins Elías Ingi Árnason og aðstoðarmenn hans Eysteinn Hrafnkelsson, Antoníus Bjarki Halldórsson og Gunnar Oddur Hafliðason dæmdu leikinn bara heilt yfir vel og létu leikinn lengstum flæða án þess að dæma of mikið. Stemming og umgjörð Þeir tæplega 1000 manns sem lögðu leið sína í Víkina í kvöld fengu mikið fyrir peninginn. Stuð og stemming á Heimavelli hamingjunnar. Vel haldið utan um þá sem voru að skrifa um leikinn og allt upp á tíu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram
Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld. Davíð Örn Atlason kom Víkingi yfir tæplega 20 mínútna leik en Davíð Örn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar inn í autt markið eftir að Niko Hansen framlengdi boltann til hans á fjærstöngina. Um það bil tíu mínútum síðar var Erlingur Agnarsson svo búinn að tvöfalda forystu Víkings. Helgi Guðjónsson, sem spilaði aftur í vinstri bakvarðarstöðunni, fékk þá mikinn tíma til að athafna sig og kom með góða fyrirgjöf sem Erlingur kláraði af stakri prýði. Vuk Oskar Dimitrijevic kom svo Fram aftur inn í leikinn með marki á 37. mínútu leiksins. Frammarar áttu þá flotta sókn upp hægri vænginn og boltinn endaði hjá Magnúsi Inga Þórðarsyni sem renndi boltanum á Vuk Oskari. Skot Vuks Oskars endaði í netinu og allt galopið fyrir seinni hálfleikinn. Gylfi Þór Sigurðsson opnaði svo markareikning í Víkingstreyjunni í Bestu-deildinni þegar hann kom Víkingi í 3-1 um stundarfjórðungi fyir lok venjulegs leiktíma. Viktor Örlygur Andrason, sem átti góða innkomu af varamannabekknum, skar þá boltann niður á Gylfa Þór sem kom sér í betri stöðu með fumlausri snertingu. Gylfi Þór slúttaði svo með hnitmiðuðu skoti. Róbert Hauksson sem kom inná sem varamaður hleypti síðan spennu í uppbótartíma leiksins með því að skalla fyrirgjöf Kennie Chopart í netið í byrjun uppbótartímans sem var níu mínútur. Lengra komust Frammarar ekki og 3-2 sigur Víkings staðreynd. Víkingur tyllti sér á topp deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 10 stig líkt Vestri og Breiðablik. Víkingur er með bestu markatöluna af þessum þremur liðum og situr því á toppnum. Fram er aftur á móti í sjöunda sæti með sex stig en Valur, Stjarnan og ÍA eru með sama stigafjölda. Sölvi Geir Ottesen var sáttur við spilamennsku sinna manna. Vísir/Diego Sölvi Geir: Þetta tók óþarflega á taugarnar undir lokin „Mér fannst við ná að stýra leiknum betur en við höfum verið að gera í sumar þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum góðar stöður og fín færi til þess að bæta við fleiri mörkum og mér fannst við átt að leiða með stærri mun í hálfleik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, að leik loknum. „Við settum Gylfa Þór aðeins framar á völlinn og hann komst meira í boltann en hann hefur verið að gera. Gylfi Þór leiðir með fordæmi sínu með dugnaði sínum og hlaupum og það er frábært að fylgjast með honum. Hann sýndi svo gæði sem hann hefur upp á að bjóða í markinu sem hann skoraði,“ sagði Sölvi Geir enn fremur. „Þeir komust meira inn í leikinn í seinni hálfleik og náðu að skapa hættu þegar þeir tóku sjénsinn með því að fara framar á völlinn. Þetta var óþarflega taugatrekkjandi undir lokin en sem betur náðum við ða landa sigrinum sem mér fannst við klárlega eiga skilinn,“ sagði hann. Ingvar Jónsson fór meidur af velli undir lok leiksins en Sölvi Geir telur meiðslin ekki vera alvarleg: „Ég held að þetta séu ekki alvarleg meiðsl án þess þó að vera viss. Vonandi verður hann búinn að jafna sig fyrir næsta leik,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins. Rúnar Kristinsson: Náðum að setja þrýsting á þá „Við vorum frekar ragir fyrstu 20 mínúturnar sirka og gáfum þeim full mikinn frið með boltann. Þeir skora eftir föst leikatriði þar sem þeir eru sterkir og svo vel útfærða sókn þar sem við hefðum getað varist betur. Eftir það settum við meiri pressu á þá og komum okkur inn í leikinn með markinu hjá Vuk,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Mér fannst við koma inn af krafti inn í seinni hálfleikinn og hefðum hæglega geatað jafnað áður en Gylfi Þór skoraði. Það er jákvætt að við höfum ekki kastað inn hvíta handklæðinu eftir að hafa lent 3-1 undir og við settum þrýsting á þá undir lokin,“ sagði Rúnar þar að auki. „Eftir að Róbert skoraði fengum við nokkur færi og það munaði ekki miklu að við fengjum stig á erfiðum útivelli. Það virðist stundum vera að við þurfum að lenda undir til þess að verða hugaðir í pressu og halda betur í boltann. Það þarf að breyta því í framhaldinu,“ sagði hann. „Við viljum geta mixað leiknum meira án þess að taka mið af því hvað staðan er í leikjunum. Setja lið undir pressu þó svo að staðan sé enn jöfn. Það er erfitt að spila pressubolta allan tímann en ég myndi vilja geta sýnt ákefð í varnarleiknum og sköpunarkraft í sóknarleiknum í lengri tíma og fyrr í leikjum,“ sagði þjálfari Frammara. Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni. vísir/Diego Atvik leiksins Gylfi Þór minnti á það hversu löðrandi gæði eru í fótum hans þegar hann tók silkimjúka snertingu sem skilaði honum í gott færi og skoraði svo fyrsta deildarmark sitt fyrir Víking. Það var mikill ferskleiki í Gylfa Þór í kvöld og hann var mikið í boltanum. Stjörnur og skúrkar Helga Guðjónssyni virðist líka lífið vel í nýrri stöðu í vinstri bakverðinum og hann lagði upp eitt mark og var þar fyrir utan með áætlunarferðir upp vinstri kantinn í leiknum. Gylfi Þór var eins og áður segir mun mun sýnilegri í sóknarleik Víkings en í fyrstu leikjum Víkings á tímabilinu. Stígur Diljan Þórðarson átti góða spretti á vinstri kantinum og Erlingur Agnarsson skoraði laglegt mark. Oliver Ekroth batt svo saman vörn Víkings í kvöld og vann mikilvæg einvígi undir lok leiksins. Fred var öflugur inni á miðsvæðinu hjá Fram og Vuk Oskar skoraði gott mark. Haraldur Einar og Kennie Chopart ógnuðu með góðum fyrirgjöfum sínum utan af köntunum. Dómarar leiksins Elías Ingi Árnason og aðstoðarmenn hans Eysteinn Hrafnkelsson, Antoníus Bjarki Halldórsson og Gunnar Oddur Hafliðason dæmdu leikinn bara heilt yfir vel og létu leikinn lengstum flæða án þess að dæma of mikið. Stemming og umgjörð Þeir tæplega 1000 manns sem lögðu leið sína í Víkina í kvöld fengu mikið fyrir peninginn. Stuð og stemming á Heimavelli hamingjunnar. Vel haldið utan um þá sem voru að skrifa um leikinn og allt upp á tíu.
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn