Bóndakúr Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 24. janúar 2020 09:00 Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Vegan Þorrablót Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að jólahátíðinni afstaðinni finnst okkur mörgum að eftir nokkurra vikna marineringu í lífsins lystisemdum, með söru í annarri hendi og nóa í hinni og jafnvel jólabland á kantinum, sé kominn tími til að þurrka rauðvínssósuna af efri vörinni og svitna út syndunum. Matarplön og bækur um mismunandi hollustumataræði seljast í bílförmum og öll verðum við sérfræðingar í léttum vegan-réttum, lágkolvetna og ketó svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma fyllast líkamsræktarstöðvarnar af Íslendingum með háleit markmið. Samkvæmt viðtölum við þekktustu einkaþjálfara landsins fer svo að fækka í hópnum upp úr miðjum janúar og um þetta leyti árs er aðgengi að hlaupabrettum landsins orðið svipað og á venjulegum októberþriðjudegi. Í sumum tilfellum er nýja matarplanið líka gleymt og grafið. Það er synd því um þessar mundir fyllast kæliborð verslana af frábærum matarkosti fyrir lkl-ara og ketó-fólk en ýmis þorramatur s.s. lundabaggar, bringukollar, sviðasulta og hrútspungar passa vel inn í slíkt mataræði. Þrjár fyrst nefndu matartegundirnar eru bæði fitu- og próteinríkar en án kolvetna og hrútspungar einstaklega próteinríkir. Þessar afurðir okkar sauðfjárbænda eru auk þess stútfullar af mörgum vítamínum, steinefnum og amínósýrum sem eru okkur mannfólkinu nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Má þar til dæmis nefna að það er heilmikið magnesíum í súrsuðum hrútspungum og sviðasulta er mjög járnrík. Slátrið, sem margir tengja líka þorranum, hentar síður fólki á lágkolvetnakúrum þar sem í því er mjöl. Lifrarpylsa og blóðmör ætti hins vegar að vera hluti af fjölbreyttu fæði allra vegna þess hversu ríkt það er af fjölbreyttum næringarefnum og er hvort tveggja ofurfæða. Fyrir þau sem kunna að meta súrsuðu útgáfuna af okkar frábæru afurðum má nefna að súrsunarferlinu fylgja miklir kostir en súrsunin eykur meltanleika og næringargildi matarins. Sýrður matur fer vel í maga og sýringin varðveitir vel t.d. B-vítamín og önnur vítamín og næringarefni í matnum. En þá er ekki allt talið því kalk og önnur næringarefni úr mysunni síast inn í súrmatinn og gera hann enn hollari súran en ósúran. Fyrir þá sem ekki neyta dýraafurða eða ætla að framlengja „veganúar“ inn í þorrann má nefna að Hótel Saga, sem leggur áherslu á íslensk hráefni, býður í fyrsta sinn til vegan blóts. Bóndakúr snýst þó ekki bara um hollt mataræði. Á hverjum degi stunda bændur um allt land holla hreyfingu við að fóðra sínar skepnur og önnur verk sem fylgja því að reka búið. Eins fylgir starfinu mikil og góð útivist. Á þorranum bæta bændur svo dansi við hreyfinguna og sækja þorrablót hver í sinni sveit til að hlæja að sjálfum sér og kannski ennþá frekar að nágrannanum. Þannig næst rækt í sálina jafnt og líkamann. Ég hvet ykkur til að halda áramótaheitið út aðeins lengur og heilsa þorranum með því að detta í bóndakúr með hollum þjóðlegum mat, hollri hreyfingu og hlátri. Ég óska ykkur öllum gleðilegs þorra. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun