Hjólin á strætó snúast ekki á innantómum loforðum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 24. janúar 2020 07:30 Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Strætó Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun