Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 20:44 Birgitta Jónsdóttir, fv. þingmaður, greinir frá því á Facebook að kennsl hafi verið borin á líkamsleifar föður hennar. Myndin er úr safni. Vísir/Stöð 2 Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17