Þriðjungur fanga í Kanada frumbyggjar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 23:20 Frumbyggjastúlkur syngja fyrir íshokkíleik í Manitoba í Kanada. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Endurskoðandi fangelsismála í Kanada segir þá staðreynd að hátt í þriðji hver fangi í landinu sé frumbyggi þrátt fyrir að aðeins 5% landsmanna séu frumbyggjar sé „skrípaleikur“. Óvenjuhátt hlutfall frumbyggja innan fangelsa landsins rekur hann til fátæktar og fordóma lögreglu. Í nýrri og harðorðri skýrslu endurskoðandans kemur fram að hlutföllin séu skökkust í Manitoba, Saskatchewan og Alberta þar sem 54% fanga eru frumbyggjar. Lægst var hlutfallið í Quebec (15%) en þar var það engu að síður mun hærra en hlutfall frumbyggja af íbúum, að sögn The Guardian. Til viðbótar eru frumbyggjar líklegri en aðrir til að vera sendir í hámarksöryggisfangelsi og að verða fyrir skaða innan fangelsisveggjanna, bæði af eigin og annarra völdum. Þeir eru jafnframt líklegri en aðrir fangar til að sæta einangrunarvist. Frumbyggjakonur standa enn hallari fæti. Um 42% allra kvenfanga í Kanada eru frumbyggjar. Hlutfall frumbyggja í fangelsum Kanada hefur farið hækkandi. Þannig hefur frumbyggjum í fangelsi fjölgað um 44% frá 2010 á meðan öðrum Kanadabúum hefur fækkað um 13,7% á sama tíma. Ivan Zinger, endurskoðandi fangelsismála, segir í skýrslu sinni að brýnna aðgerða sé þörf til að leysa það sem hann kallar þrálátasta og mikilvægasta mannréttindamálið í Kanada. Kanada Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Endurskoðandi fangelsismála í Kanada segir þá staðreynd að hátt í þriðji hver fangi í landinu sé frumbyggi þrátt fyrir að aðeins 5% landsmanna séu frumbyggjar sé „skrípaleikur“. Óvenjuhátt hlutfall frumbyggja innan fangelsa landsins rekur hann til fátæktar og fordóma lögreglu. Í nýrri og harðorðri skýrslu endurskoðandans kemur fram að hlutföllin séu skökkust í Manitoba, Saskatchewan og Alberta þar sem 54% fanga eru frumbyggjar. Lægst var hlutfallið í Quebec (15%) en þar var það engu að síður mun hærra en hlutfall frumbyggja af íbúum, að sögn The Guardian. Til viðbótar eru frumbyggjar líklegri en aðrir til að vera sendir í hámarksöryggisfangelsi og að verða fyrir skaða innan fangelsisveggjanna, bæði af eigin og annarra völdum. Þeir eru jafnframt líklegri en aðrir fangar til að sæta einangrunarvist. Frumbyggjakonur standa enn hallari fæti. Um 42% allra kvenfanga í Kanada eru frumbyggjar. Hlutfall frumbyggja í fangelsum Kanada hefur farið hækkandi. Þannig hefur frumbyggjum í fangelsi fjölgað um 44% frá 2010 á meðan öðrum Kanadabúum hefur fækkað um 13,7% á sama tíma. Ivan Zinger, endurskoðandi fangelsismála, segir í skýrslu sinni að brýnna aðgerða sé þörf til að leysa það sem hann kallar þrálátasta og mikilvægasta mannréttindamálið í Kanada.
Kanada Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira