Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 06:17 Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair gera ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing Max flugvélar félagsins næsta sumar. Það sé í ljósi nýrra frétta frá Boeing og af því ferli sem stendur nú yfir í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld við að tryggja öryggi Boeing-737 MAX flugvélanna. Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt. Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Það ku vera vegna ráðstafana sem félagið hefur þegar gripið til. Búið var að setja upp flugáætlun félagsins með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningar flugvélanna. Þá hafi þrjár Boeing 737-800 flugvélar verið leigðar og ákveðnum fjölda Boeing 757 flugvéla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhersla Icelandair á þessu ári verði ferðamannamarkaðinn til Íslands, eins og síðasta ár. Gert er ráð fyrir því að Icelandair flytja í það minnst jafnmarga farþega til Íslands á þessu ári og gert var á því síðasta. Icelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur. Boeing Icelandair Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair gera ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing Max flugvélar félagsins næsta sumar. Það sé í ljósi nýrra frétta frá Boeing og af því ferli sem stendur nú yfir í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld við að tryggja öryggi Boeing-737 MAX flugvélanna. Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt. Í tilkynningu frá Icelandair segir að áhrif á flugáætlun félagsins verði óveruleg. Það ku vera vegna ráðstafana sem félagið hefur þegar gripið til. Búið var að setja upp flugáætlun félagsins með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningar flugvélanna. Þá hafi þrjár Boeing 737-800 flugvélar verið leigðar og ákveðnum fjölda Boeing 757 flugvéla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að áhersla Icelandair á þessu ári verði ferðamannamarkaðinn til Íslands, eins og síðasta ár. Gert er ráð fyrir því að Icelandair flytja í það minnst jafnmarga farþega til Íslands á þessu ári og gert var á því síðasta. Icelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur.
Boeing Icelandair Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira