Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2020 10:00 Íva Marín Adrichem tekur þátt í Söngvakeppninni í næsta mánuði. Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. En hún hlaut tónlistarlegt uppeldi sitt í kórastarfi Langholtskirkju og hitti Frosti Logason hana á dögunum fyrir Ísland í dag á Stöð 2. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir enda hefur hún, þrátt fyrir ungan aldur, upplifað margt sem aðrir samferðamenn hennar eiga líklega aldrei eftir að gera. Hún fæddist blind og þekkir því ekkert annað en að skynja veröld sína með hljóðum og snertingu. Hún var sem unglingur mjög virk í bæði fötlunaraktívisma og femínisma en segist hafa fjarlægst þá baráttu á undanförnum árum. „Ég var frekar reiður unglingur og hafði frábrugðin áhugamál. Félagslega var ég á öðrum stað heldur en flestir og það speglaðist svolítið í reiði. Ég lenti í allskonar mótlæti fötlunar minnar vegna og það var oft ekki komið vel fram við mig,“ segir Íva. Fjölskyldan tók hana á eintal „Það er ennþá í dag ekki komið skemmtilega fram við mig en ég get haft aðra sýn á því núna, en ég var mjög reið vegna þess og kynntist mjög góðu fólki sem var á kafi í fötlunaraktívisma og femínisma almennt og mér fannst það bara svarið. Mér fannst ég ekki passa neins staðar inn og mér fannst fólk vera kúga mig eða halda mér niðri því enginn skildi mig.“ Íva segir að hún hafi svo orðið fyrir ákveðinni hugarfarsbreytingu þegar hennar nánasta fólk tók hana tali þegar hún var á síðasta ári í menntaskóla og tjáði henni að hún væri eiginlega ekki lengur viðræðuhæf. „Þau sögðu: „Íva það er orðið svolítið erfitt að tala við þig, þú ferð alltaf í bullandi vörn. Það er ekki hægt að taka neitt samtal við þig án þess að þú kennir okkur um eitthvað sem miður fer í þínu lífi.“ Ég tók þessu brjálæðislega illa fyrst og fannst fólk vera gera lítið úr mér og enginn skildi mig. Síðan fór ég að hugsa þetta og spurði sjálfa mig hvort ég væri á góðum stað. Er andlega heilsan mín í góðu lagi? Hvernig líður mér í rauninni? Og komst að því að það var mörgu ábótavant. Ég prófaði að leggja aktívismann í rauninni niður eða draga mig mikið í hlé og einbeita mér að því sem mér fannst skemmtilegt. Mín heilsa og líðan hefur stórlega lagast við það.“ Íva segist eiga söngnum mikið að þakka. „Ég held að ef ég hefði ekki verið í söngnum og tónlistinni áður þá væri ég ekki með nærum því eins góða andlega heilsu og bara ekki á þeim stað sem ég er núna.“ Íva Marín segist að mörgu leiti upplifa ákveðinn tvískinnung í hinum ýmsum réttindabaráttum samtímans. Íva tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Oculis Videre. Stundum hentar ekki að gagnrýna „Við erum alltaf að tala um fjölbreytileika og eigum að fagna fjölbreytileikanum og ég er alveg hundrað prósent sammála því en mér finnst bara ekki tekið tillit til alls fjölbreytileika. Það er verið að tala um útlit, kyn, kynhneigð, fötlun og allt þetta en sama fólkið og talar hæst um það er ekki opið fyrir fjölbreyttum hugsunarhætti og fjölbreyttum skoðunum sem fólk kann að hafa á málefnum. Í ákveðnum minnihlutahópum hefur ákveðið fólk stígið fram sem sjálfskipaðir leiðtogar eða talsmenn minnihlutahópa sem hefur náð mjög góðum árangri að mörgu leyti en það er farið að áætla af því að ég eða einhver annar tilheyri minnihlutahópi að við eigum að hafa ákveðnar skoðanir og séum í rauninni frekar mikil fórnarlömb. Það er mikið talað um kerfisbundna kúgun þessa dagana. Við búum í ófötluðu hvítu gagnkynhneigðu samfélagi sem reynir að halda öðrum niðri. Mér finnst þetta bara ekki rétt. Ég held að mjög margir séu einlægilega að reyna gera sitt besta í því að stuðla að góðu, réttlátu samfélagi þar sem öllum getur liðið vel. Stundum er fólk ekki nægilega vel upplýst og vegna þessara sjálfskipuðu leiðtoga og talsmanna er fólk rosalega hrætt við að spyrja spurninga, taka samræður og vitsmunalegar umræður og er frekar farið að forðast fólk í minnihlutahópum. Fólk segir oft að það megi ekki segja neitt og ég er svosem ekki alveg þar en það má sjaldan gagnrýni eitthvað, sérstaklega ekki það sem hentar ekki þessum litla háværa minnihluta. Meirihlutinn er orðinn svolítið meðvirkur,“ segir Íva og bætir við að nú sé kominn tími til að segja stopp. Og er hún þar að vísa í hinn pólitískan rétttrúnað sem hún segir allt umlykjandi í samfélaginu í dag. Bera síðan enga virðingu fyrir öðrum „Femínismi er svo fjölbreyttur. Mér finnst svo erfitt að dæma um hann af því að það eru til femínistar á allskonar rófi. Ég myndi sjálf skilgreina mig sem femínista en ég held ekki að við búum í einhverju feðraveldi eða í einhverju kerfi sem vinnur kerfibundið að því að halda konum niðri. Við lítum á þær staðreyndir að 75 prósent af þeim sem útskrifast úr háskóla eru konur. Ungir karlmenn eru mun líklegri til að falla úr skóla og lenda í neyslu. Hvernig meikar það þá sens að okkur sé haldið svona rosalega mikið niðri? Það eru kannski öðruvísi kröfur gerðar til kvenna og stundum óheilbrigðar kröfur varðandi útlit og fleira en það er ekki kerfisbundið. Konur gera oft öðruvísi kröfur til sjálfs síns en karlmenn.“ Íva Marín vill hvetja fólk til að hugsa sjálfstætt og kynna sér staðreyndir mála frekar en að láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur. „Auðvitað erum við öll bara manneskjur og erum öll bara mismunandi en það verður samt bara að taka tillit til fjölbreytileika. Ég er öll í þessum fjölbreytileika og við eigum að fagna honum sem mest en ekki setja fólk í einhverja hópa, fólk sem er fyrirfram skilgreint. Núna er ég í raun að tala gegn sumu af því sem ég hélt sem unglingur og þá eru örugglega einhverjum sem finnst ég vera orðin vonda fólkið. Fólk verður bara að vera virðingu fyrir hvort öðru. Það er oft með aktívismann og þeir sem hafa hæst í aktívismanum, alls ekki allir, er leiðinlegur lítill hópur sem ætlast til að það sé borin ómæld virðing fyrir þeim en ber síðan enga virðingu fyrir öðrum.“ Hér að neðan má hlusta á lag Ivu í Söngvakeppninni. Eurovision Ísland í dag Jafnréttismál Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. 18. janúar 2020 16:15 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. En hún hlaut tónlistarlegt uppeldi sitt í kórastarfi Langholtskirkju og hitti Frosti Logason hana á dögunum fyrir Ísland í dag á Stöð 2. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir enda hefur hún, þrátt fyrir ungan aldur, upplifað margt sem aðrir samferðamenn hennar eiga líklega aldrei eftir að gera. Hún fæddist blind og þekkir því ekkert annað en að skynja veröld sína með hljóðum og snertingu. Hún var sem unglingur mjög virk í bæði fötlunaraktívisma og femínisma en segist hafa fjarlægst þá baráttu á undanförnum árum. „Ég var frekar reiður unglingur og hafði frábrugðin áhugamál. Félagslega var ég á öðrum stað heldur en flestir og það speglaðist svolítið í reiði. Ég lenti í allskonar mótlæti fötlunar minnar vegna og það var oft ekki komið vel fram við mig,“ segir Íva. Fjölskyldan tók hana á eintal „Það er ennþá í dag ekki komið skemmtilega fram við mig en ég get haft aðra sýn á því núna, en ég var mjög reið vegna þess og kynntist mjög góðu fólki sem var á kafi í fötlunaraktívisma og femínisma almennt og mér fannst það bara svarið. Mér fannst ég ekki passa neins staðar inn og mér fannst fólk vera kúga mig eða halda mér niðri því enginn skildi mig.“ Íva segir að hún hafi svo orðið fyrir ákveðinni hugarfarsbreytingu þegar hennar nánasta fólk tók hana tali þegar hún var á síðasta ári í menntaskóla og tjáði henni að hún væri eiginlega ekki lengur viðræðuhæf. „Þau sögðu: „Íva það er orðið svolítið erfitt að tala við þig, þú ferð alltaf í bullandi vörn. Það er ekki hægt að taka neitt samtal við þig án þess að þú kennir okkur um eitthvað sem miður fer í þínu lífi.“ Ég tók þessu brjálæðislega illa fyrst og fannst fólk vera gera lítið úr mér og enginn skildi mig. Síðan fór ég að hugsa þetta og spurði sjálfa mig hvort ég væri á góðum stað. Er andlega heilsan mín í góðu lagi? Hvernig líður mér í rauninni? Og komst að því að það var mörgu ábótavant. Ég prófaði að leggja aktívismann í rauninni niður eða draga mig mikið í hlé og einbeita mér að því sem mér fannst skemmtilegt. Mín heilsa og líðan hefur stórlega lagast við það.“ Íva segist eiga söngnum mikið að þakka. „Ég held að ef ég hefði ekki verið í söngnum og tónlistinni áður þá væri ég ekki með nærum því eins góða andlega heilsu og bara ekki á þeim stað sem ég er núna.“ Íva Marín segist að mörgu leiti upplifa ákveðinn tvískinnung í hinum ýmsum réttindabaráttum samtímans. Íva tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Oculis Videre. Stundum hentar ekki að gagnrýna „Við erum alltaf að tala um fjölbreytileika og eigum að fagna fjölbreytileikanum og ég er alveg hundrað prósent sammála því en mér finnst bara ekki tekið tillit til alls fjölbreytileika. Það er verið að tala um útlit, kyn, kynhneigð, fötlun og allt þetta en sama fólkið og talar hæst um það er ekki opið fyrir fjölbreyttum hugsunarhætti og fjölbreyttum skoðunum sem fólk kann að hafa á málefnum. Í ákveðnum minnihlutahópum hefur ákveðið fólk stígið fram sem sjálfskipaðir leiðtogar eða talsmenn minnihlutahópa sem hefur náð mjög góðum árangri að mörgu leyti en það er farið að áætla af því að ég eða einhver annar tilheyri minnihlutahópi að við eigum að hafa ákveðnar skoðanir og séum í rauninni frekar mikil fórnarlömb. Það er mikið talað um kerfisbundna kúgun þessa dagana. Við búum í ófötluðu hvítu gagnkynhneigðu samfélagi sem reynir að halda öðrum niðri. Mér finnst þetta bara ekki rétt. Ég held að mjög margir séu einlægilega að reyna gera sitt besta í því að stuðla að góðu, réttlátu samfélagi þar sem öllum getur liðið vel. Stundum er fólk ekki nægilega vel upplýst og vegna þessara sjálfskipuðu leiðtoga og talsmanna er fólk rosalega hrætt við að spyrja spurninga, taka samræður og vitsmunalegar umræður og er frekar farið að forðast fólk í minnihlutahópum. Fólk segir oft að það megi ekki segja neitt og ég er svosem ekki alveg þar en það má sjaldan gagnrýni eitthvað, sérstaklega ekki það sem hentar ekki þessum litla háværa minnihluta. Meirihlutinn er orðinn svolítið meðvirkur,“ segir Íva og bætir við að nú sé kominn tími til að segja stopp. Og er hún þar að vísa í hinn pólitískan rétttrúnað sem hún segir allt umlykjandi í samfélaginu í dag. Bera síðan enga virðingu fyrir öðrum „Femínismi er svo fjölbreyttur. Mér finnst svo erfitt að dæma um hann af því að það eru til femínistar á allskonar rófi. Ég myndi sjálf skilgreina mig sem femínista en ég held ekki að við búum í einhverju feðraveldi eða í einhverju kerfi sem vinnur kerfibundið að því að halda konum niðri. Við lítum á þær staðreyndir að 75 prósent af þeim sem útskrifast úr háskóla eru konur. Ungir karlmenn eru mun líklegri til að falla úr skóla og lenda í neyslu. Hvernig meikar það þá sens að okkur sé haldið svona rosalega mikið niðri? Það eru kannski öðruvísi kröfur gerðar til kvenna og stundum óheilbrigðar kröfur varðandi útlit og fleira en það er ekki kerfisbundið. Konur gera oft öðruvísi kröfur til sjálfs síns en karlmenn.“ Íva Marín vill hvetja fólk til að hugsa sjálfstætt og kynna sér staðreyndir mála frekar en að láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur. „Auðvitað erum við öll bara manneskjur og erum öll bara mismunandi en það verður samt bara að taka tillit til fjölbreytileika. Ég er öll í þessum fjölbreytileika og við eigum að fagna honum sem mest en ekki setja fólk í einhverja hópa, fólk sem er fyrirfram skilgreint. Núna er ég í raun að tala gegn sumu af því sem ég hélt sem unglingur og þá eru örugglega einhverjum sem finnst ég vera orðin vonda fólkið. Fólk verður bara að vera virðingu fyrir hvort öðru. Það er oft með aktívismann og þeir sem hafa hæst í aktívismanum, alls ekki allir, er leiðinlegur lítill hópur sem ætlast til að það sé borin ómæld virðing fyrir þeim en ber síðan enga virðingu fyrir öðrum.“ Hér að neðan má hlusta á lag Ivu í Söngvakeppninni.
Eurovision Ísland í dag Jafnréttismál Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. 18. janúar 2020 16:15 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. 18. janúar 2020 16:15