Liverpool efst í kosningu Sky Sports á besta liðinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:30 Sadio Mané lyftir Meistaradeildarbikarnum en hann hefur verið magnaður síðasta árið. Getty/Matthias Hangst Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira