Rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2020 13:49 Frá Flateyrarhöfn. Vísir/Egill Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira