Líkamsbeiting við vinnu Gunnhildur Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun