Minjastofnun biðlar til Reykjavíkurborgar að bjarga síðasta bíóinu í miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 14:06 Umfjöllun um Regnbogann í Vikunni á áttunda áratugnum. Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segir reksturinn ekki geta gengið miðað við þá húsaleigu sem í boði sé. Bíóinu var komið á koppinn árið 2010 en þar var um árabil kvikmyndahúsið Regnboginn. „Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977,“ segir í erindi Minjastofnunar. Búið nýjustu tækni á sínum tíma „Bíóið var búið nýjustu tækni í sýningarbúnaði á þeim tíma og var fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi sem frá upphafi var sérhannað sem fjölsalabíó. Bíó Paradís er seinasta kvikmyndahúsið sem enn er starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er hið eina í miðbænum sem hentar til slíks reksturs auk þess sem þar er sérhæfður búnaður til sýninga á ólíkum formum kvikmynda. Á síðustu árum hefur Bíó Paradís fest sig í sessi sem helsti griðastaður kvikmyndalistar í landinu og mikilvæg miðstöð menningar og mannlífs í þessum hluta miðbæjarins.“ Rætt var við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, í kvöldfréttum í gær. Vísað er til þess að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi árið 2019 unnið varðveislumat fyrir kvikmyndahúsið að Hverfisgötu 54. Helstu niðurstöður matsins séu að húsið hafi miðlungs til hátt varðveislugildi sem felist einkum í menningarsögulegu gildi þess og þeirrar starfsemi sem það hýsir. „Í því vegur þyngst að enn er óslitið það samhengi sem er milli upphaflegrar og sérhæfðrar hönnunar hússins sem fjölsala kvikmyndahúss, hins fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og þeirrar starfsemi sem það hýsir og hefur hýst frá upphafi. Jafnframt er þar eina starfandi kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur og þar með er það lifandi vitnisburður um þann þátt í sögu dægurmenningar og afþreyingar í Reykjavík. Starfsemi kvikmyndahússins á jarðhæð leggur mikið til götulífs og staðaranda við Hverfisgötu.“ Ómissandi fyrir mannlíf og menningu Starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi kynnt sér sögu og ástand kvikmyndahússins á seinasta ári ásamt fulltrúum frá Borgarsögusafni og skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra hafi verið að taka heilshugar undir það mat á varðveislugildi bíósins sem fram komi í umsögn Borgarsögusafns. „Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu sem ómissandi er fyrir mannlíf og menningu í miðbænum.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segir reksturinn ekki geta gengið miðað við þá húsaleigu sem í boði sé. Bíóinu var komið á koppinn árið 2010 en þar var um árabil kvikmyndahúsið Regnboginn. „Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977,“ segir í erindi Minjastofnunar. Búið nýjustu tækni á sínum tíma „Bíóið var búið nýjustu tækni í sýningarbúnaði á þeim tíma og var fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi sem frá upphafi var sérhannað sem fjölsalabíó. Bíó Paradís er seinasta kvikmyndahúsið sem enn er starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er hið eina í miðbænum sem hentar til slíks reksturs auk þess sem þar er sérhæfður búnaður til sýninga á ólíkum formum kvikmynda. Á síðustu árum hefur Bíó Paradís fest sig í sessi sem helsti griðastaður kvikmyndalistar í landinu og mikilvæg miðstöð menningar og mannlífs í þessum hluta miðbæjarins.“ Rætt var við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, í kvöldfréttum í gær. Vísað er til þess að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi árið 2019 unnið varðveislumat fyrir kvikmyndahúsið að Hverfisgötu 54. Helstu niðurstöður matsins séu að húsið hafi miðlungs til hátt varðveislugildi sem felist einkum í menningarsögulegu gildi þess og þeirrar starfsemi sem það hýsir. „Í því vegur þyngst að enn er óslitið það samhengi sem er milli upphaflegrar og sérhæfðrar hönnunar hússins sem fjölsala kvikmyndahúss, hins fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og þeirrar starfsemi sem það hýsir og hefur hýst frá upphafi. Jafnframt er þar eina starfandi kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur og þar með er það lifandi vitnisburður um þann þátt í sögu dægurmenningar og afþreyingar í Reykjavík. Starfsemi kvikmyndahússins á jarðhæð leggur mikið til götulífs og staðaranda við Hverfisgötu.“ Ómissandi fyrir mannlíf og menningu Starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi kynnt sér sögu og ástand kvikmyndahússins á seinasta ári ásamt fulltrúum frá Borgarsögusafni og skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra hafi verið að taka heilshugar undir það mat á varðveislugildi bíósins sem fram komi í umsögn Borgarsögusafns. „Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu sem ómissandi er fyrir mannlíf og menningu í miðbænum.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03
„Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15