Liverpool á þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 13:30 Andrew Robertson hefur verið magnaður í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool. Hér fagnar hann marki með Virgil van Dijk. Getty/Clive Brunskill Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira