Á næstu tíu til fimmtán árum mun tæplega þriðjungur starfa á Íslandi breytast í kjölfar sjálfvirknivæðingar.Sjálfvirknivæðingin gæti þýtt að störf sem teljast hálaunastörf í dag, verða það ekki lengur. Eða að störf sem ekki þykja mjög fýsilegur valkostur í dag, verða eftirsótt.
Það er hins vegar mýta að tæplega helmingur starfa í heiminum muni hverfa. Sá misskilningur varð til í kjölfar skýrslu sem tveir fræðimenn í Oxford, Carl B. Frey og Michael Osborne gáfu út árið 2013. Enn má sjá dómsdagspár og sláandi fyrirsagnir sem sumar hverjar boða allsherjar atvinnuleysi í framtíðinni.
Í viðtali við Economist í júlí í fyrra segir annar höfundur skýrslunnar, Carl B. Frey, þetta mikinn misskilning. Það eina sem fram hefði komið í skýrslunni er að störf eru misnæm fyrir sjálfvirknivæðingunni.
Reiknilíkan sem þeir félagar hafa þróað sýnir þessa næmni. Á vefsíðunni Will robots take my job? má skoða ríflega sjö hundruð störf. Reiknilíkanið styðst við vinnumarkaðinn í Bretlandi og Bandaríkjunum en gefur hæglega hugmyndir um í hvað stefnir.
Á listanum sem hér hefur verið tekinn saman, má sjá yfirlit yfir 175 störf. Ef næmnin er 99% þýðir það að starfið mun líklegast sjálfvirknivæðast að fullu. Ef næmnin er 1% mun sjálfvirknivæðingin ekki hafa mikl áhrif á starfið sjálft, þótt tækniframfarir muni nýtast í starfinu.

100-96%
Störfin í þessum flokki eru líkleg til að breytast verulega eða hverfa. Í flestum tilvikum er þróunin hafin. Athygli vekur þó að fyrisætur og kokkar eru á meðal starfa.
Störf við gagnaskráningu 99%
Símsölufólk 99%
Flutningsmiðlarar 99%
Myndvinnsla 99%
Símsölufólk 99%
Fyrirsætur 98%
Bókhaldsþjónusta, bókarar 98%
Lánafulltrúar fjármálafyrirtækja 98%
Gjaldkerar banka 98%
Innkaupafulltrúar 98%
Varahlutir - sölumenn 98%
Tjónaskoðun - tjónamat 98%
Gjaldkerar fyrirtækja 97%
Skiptiborð 97%
Launafulltrúi 97%
Skjalastjórn 97%
Landbúnaður - ýmiss störf 97%
Kokkar á veitingahúsum 96%
Ráðgjafar bætur/lífeyrir 96%
Aðstoðarmenn stjórnenda, ritarastörf 96%
Skrifstofufólk - almenn skrifstofustörf 96%
Móttaka og/eða upplýsingaborð (almennt) 96%
Afgreiðsla í mötuneytum, kaffihúsum 96%
Reikningagerð 96%
Símsvörun - skiptiborð 96%
Skrifstofustörf - almenn 96%
95-90%
Störf endurskoðenda, þjóna, málara og leiðsögufólks munu líklegast breytast verulega og gera má ráð fyrir að eitthvað af störfum í þessum flokki muni hverfa
Innheimtustörf 95%
Bókasöfn - störf 95%
Pósthús - afgreiðslustörf 95%
Hand- og fótsnyrtingar 95%
Endurskoðendur 94%
Þjónar 94%
Málmiðnaður 94%
Móttökustörf hótel og gistiheimili 94%
Matvælaiðnaður - almenn vinnsla (kjöt og fiskur) 94%
Póstburðarfólk - flokkun og þjónusta 94%
Skattheimtumenn 93%
Kjötiðnaðarmenn 93%
Afgreiðsla í smásöluverslun 92%
Tryggingaráðgjafar 92%
Lyfjatæknir 92%
Málarar 92%
Framleiðslustörf 92%
Þjónustulltrúar í bönkum (lánaráðgjöf, afgreiðsla) 92%
Leiðsögufólk 91%
Hljóðfæri - viðgerðarþjónusta 91%
Almenn störf á veitinga- og kaffihúsum, börum 91%

89-80%
Bakarar, leigubílstjórar, sjómenn og fasteignasalar eru meðal þeirra sem munu mjög líklega upplifa mikla breytingu í sínum störfum.
Leigubílstjórar 89%
Bakarar 89%
Byggingaverkamenn 88%
Matreiðsla 87%
Vegagerð - viðhaldsþjónusta 87%
Fasteignasalar 86%
Vélaviðhaldsþjónusta - viðgerðir 86%
Afgreiðslustörf á skyndibitastöðum 86%
Jarðboranir (olíuboranir undanskildar) 85%
Öryggisverðir 84%
Klæðskerar, saumafólk 84%
Sjómenn og fiskvinnsla 83%
Störf í prentþjónustu 83%
Kokkar mötuneytum 83%
Afgreiðsla- og eldun skyndibitastaðir 81%
Ritarar heilsugæsla 81%
79-60%
Því er spáð að róbótar muni að miklu leyti taka við umönnun eldri borgara í framtíðinni og tryggja að fólk geti búið lengur heima. Heimaþjónusta er því á lista í þessum flokki, fleiri bílstjórar og ýmiss önnur störf.
Vöruflutningabílstjórar og bílstjórar á þungavinnuvélum 79%
Tæknistjórar 78%
Barþjónar 77%
Uppvask 77%
Lásasmiðir 77%
Heimaþjónusta 74%
Útsendingastjórar 74%
Smiðir 72%
Viðgerðarþjónusta - heimilistæki 72%
Sjóntæknifræðingar 71%
Fatahreinsun 71%
Dekkjaverkstæði - skipti og viðgerðir 70%
Sendibílstjórar 69%
Póstburðarfólk 68%
Strætó- og/eða rútubílstjórar 67%
Ræstitæknar 66%
Bókasafnsfræðingar 65%
Viðgerðir og viðhaldsþjónustustörf, almennt 64%
Jarðvísindi 63%
Markaðsrannsóknir 61%
Tökumenn sjónvarp, kvikmyndir 60%
59-40%
Athygli vekur að sjúkranuddarar eru á þessum lista, en tekið skal fram að sjúkraþjálfun mælist meðal ónæmari starfa. eða „low risk." Hafa ber í huga að skilgreiningar í reiknilíkani miða við vinnumarkaðinn í Bretlandi og í Bandaríkjunum.
Þá munu störf dómara breyttast nokkuð en því er spáð að algóritmi muni hafa áhrif á mörg störf, s.s. dómara, lögmanna og fleiri.
Starfsmenn vöruhúsa 59%
Bifreiðavirki 59%
Söfn - ýmiss konar tæknistjórn 59%
Fjármálaráðgjafar 58%
Fjármálaráðgjöf 58%
Þjónustufulltrúar þjónustuver 55%
Þjónustufulltrúar - ýmiss þjónusta 55%
Sölumenn auglýsinga 54%
Sjúkranuddarar 54%
Skó- og leðurviðgerðir 52%
Tannlækningar - aðstoðarfólk 51%
Starfsfólk neyðarlínu 49%
Störf á klínískum rannsóknarstofum 47%
Sagnfræðingar 44%
Hagfræðingar 43%
Sagnfræðingar 43%
Dómarar 40%
39-20%
Störf pípara virðast ónæmari fyrir tölvuvæðingu miðað við mörg önnur iðnaðarstörf. Athygli vekur hér að störf leikara eru sögð 37% næm fyrir sjálfvirknivæðingu. Má af því tilefni rifja upp umdeilt mál í Hollywood fyrir skömmu vegna tölvugerðrar aðkomu James Dean í kvikmynd.
Heimahjúkrun 39%
Þýðendur 38%
Landmælingar 38%
Leikarar 37%
Þrif - bílar 37%
Útfaraþjónusta - störf 37%
Píparar 35%
Flugþjónar 35%
Skurðtæknifræðingur 34%
Klipparar - kvikmyndir/myndbönd 31%
Námsráðgjafar 26%
Millistjórnendur 25%
Sölufulltrúar á framleiðslu- og heildsölusviði 25%
Fjármálagreinandi 23%
Tryggingafræðingar 21%
Útfaraþjónusta - stjórnun 20%

19-10%
Störf yfirkokka verða ekki fyrir miklum breytingum í samanburði við ýmiss önnur störf kokka.
Flugmenn og flugvirkjar 18%
Almannatenglar 18%
Slökkviliðsmenn 17%
Framkvæmdastjórar 16%
Rafvirkjar 15%
Dansarar 13%
Blaðamenn, fréttamenn 11%
Hárgreiðslumeistarar, förðunarfræðingar 11%
Flugumferðarstjórn 11%
Matreiðslumeistarar - yfirkokkar 10%
Eðlisfræðingar 10%
Rafmagnsverkfræðingar 10%
Efnafræðingar 10%
Útvarpsfólk, frétta- og sjónvarpsþulir 10%
Undir 10%
Sköpun, samskipti, heilsa og sérhæfð störf til dæmis í heilbrigðisgeiranum eru áberandi meðal þeirra sem teljast frekar ónæm fyrir sjálfvirknivæðingu.
Ferðaskrifstofur/ráðgjafar 9,90%
Einkaþjálfun 8,50%
Grafískir hönnuðir 8,20%
Næringafræðingar 7,70%
Tónlistarfólk (söngur, hljóðfæri) 7,40%
Byggingastjórar 7,10%
Fjármálastjórar 6,90%
Fararstjórar 5,70%
Ritstjórar 5,50%
Stærðfræðingar 4,70%
Bændur/bústörf (stjórnun) 4,70%
Landslagsarkitekt 4,50%
Stjórnmálafræðingar 3,90%
Dýralæknar 3,80%
Rithöfundar 3,80%
Viðburðarstjórn 3,70%
Lögmenn 3,50%
Innkaupastjórar 3%
Tannréttingar 2,30%
Leikstjórar, framleiðendur 2,20%
Innanhúshönnuðir 2,20%
Ljósmyndarar 2,10%
Sjúkraþjálfarar 2,10%
Fatahönnuðir 2,10%
Arkitektar 1,80%
Æðstu stjórnendur (forstjórar, framkvæmdastjórar) 1,50%
Verkfræðingar 1,40%
Markaðsstjórar 1,40%
Hjónabands- og fjölskylduráðgjafar 1,40%
Sölustjórar 1,30%
Lyfjafræðingar 1,20%
Vélaverkfræðingar 1,10%
Förðun leikhús 1%
Meðferðarráðgjafar 0,94%
Hjúkrunarfræðingar 0,90%
Talmeinafræðingar 0,64%
Mannauðsstjórar 0,55%
Tannlæknar 0,44%
Sálfræðingar 0,43%
Læknar og skurðlæknar 0,42%
Iðjuþjálfar 0,35%
Í flokkun Clay og Osborne eru ýmiss sérhæfð störf kennara á mismunandi skólastigi, félagsfræðinga í mismunandi störfum, störf lögreglufólks og ólík hugbúnaðar- og forritunarstörf listuð upp í mismunandi flokkum. Þessi störf voru þó áberandi meðal þeirra sem teljast „low risk" og mörg metin undir 1%.