Andri Már boðar nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Andri Már Ingólfsson, stofnandi Aventura. Vísir/Aðsend Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum. Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum.
Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03