Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum. Íslendingar nýta síðustu sólargeislana og eru margir enn á ferðalagi.
Bubbi Morthens var í góðum félagsskap en hann tekur nú upp nýja plötu.
Dansarinn Ástrós leitaði í tískuinnblástur frá Chandler Bing úr Friends.
Kolbrún Pálína heldur áfram að ferðast um Ísland með ástinni sinni og segir að fallegasta baðið sé í Þakgili.
Jógvan fór í myndatöku.
Salka Sól biður aðdáendur sína að kaupa af henni prjónauppskriftir á meðan hún getur ekki sungið vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Salka Sól er byrjuð að vinna við afgreiðslu í prjónaversluninni Stroff og hefur einnig gert með þeim eigin prjónalínu.
Fatahönnuðurinn Andrea myndaði föt í garðinum heima, en það fór ekki betur en að spegillinn brotnaði.
Steindi fór á hlaupaæfingu með Guðna forseta.
Annie Mist opnaði sig um erfiða fæðingu sem endaði þó vel. Íþróttakonan missti tvo lítra af blóði við að koma stelpunni sinni í heiminn.
Gummi kíró er búinn í sumarfríi og bíður spenntur eftir rútínunni.
Unnur Eggerts er orðin ástfangin og væmin, eitthvað sem var henni fjarstæðukennt fyrir tveimur árum síðan.
Eva Ruza var í blómahafi um helgina.
Viktoría Hermanns og Sóli Hólm lentu í óvæntum berjamó með litlu stelpuna sína.
Kristín Péturs fagnaði tveggja ára afmæli einkasonarins.
Helgi Ómars naut sólarinnar í Kaupmannahöfn.
Svala Björgvins gaf frá sér nýtt lag á dögunum og er þakklát fyrir viðbrögðin. Hún eyddi miklum tíma um helgina með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni ef marka má Instastory þeirra, en hann er 21 ári yngri en söngkonan.
Kristín Avon naut sín í náttúrunni en náði sér í nokkur lúsmýbit í leiðinni.
Emmsjé Gauti steikti hamborgara í Hagavagninum.
Sunneva Einars var heilluð af Stuðlagili og skoðaði Húsavík.
Heiðar Austmann tilkynnti komu #babyaustmann.