Þingkosningar fara fram á Írlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 09:48 Írar kjósa í dag til neðri deildar írska þingsins. Myndin er frá kjörstöðum í Írlandi þegar kosið var til Evrópuþings. EPA/STRINGER Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi. Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi.
Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15