Gummi Tóta sér fyrir sér mikið ævintýri að spila í MLS-deildinni og fyrir eigendur Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Guðmundur Þórarinsson var léttur í viðtalinu við Gaupa. Mynd/S2 Sport Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti