Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 21:31 Daníel Guðni sagðist vonast til að Seth LeDay fengi bara áminningu vegna atviksins sem átti sér stað gegn Stjörnunni á mánudaginn. VÍSIR/BÁRA „Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30