Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:02 Farþegaflugvélin stórskemmdist þegar hún rann út á engi við hlið flugbrautarinnar. Vísir/Getty Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í kvöld. Á sama tíma hefur opinber tala slasaðra hækkað úr 120 í 157. Koca sagði hin slösuðu hafa verið flutt á fleira en eitt sjúkrahús og að þrír hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Tveir aðrir eru sagðir vera á gjörgæslu eftir slysið en engir hinna fimm einstaklinga eru taldir vera í lífshættu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja fyllilega á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í kvöld. Á sama tíma hefur opinber tala slasaðra hækkað úr 120 í 157. Koca sagði hin slösuðu hafa verið flutt á fleira en eitt sjúkrahús og að þrír hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Tveir aðrir eru sagðir vera á gjörgæslu eftir slysið en engir hinna fimm einstaklinga eru taldir vera í lífshættu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja fyllilega á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39