KSÍ fækkar í liði sínu og segir upp reynslumiklum starfsmanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:26 Gunnar Gylfason á einni af fjölmörgum góðum stundum með leikmönnum karlalandsliðsins í undanfarin ár. Vísir/Bára Dröfn Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu. Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu.
Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira