Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 10:43 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna „Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
„Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira