Þjóðarsátt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:00 Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun