Myndband sýnir björgun slasaðra skipverja frá upphafi til enda Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 15:58 Sigmaður Landhelgisgæslunnar kemur niður í flutningaskipið. Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Myndband sem Landhelgisgæslan birti í dag sýnir björgunina frá upphafi til enda. Þá var önnur þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug frá Vesmannaeyjum að kvöldi laugardags en gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskips, sem statt var skammt norður af Keilisnesi á Reykjanesskaga, á laugardag. Ákveðið var að senda þyrluna TF-EIR til að koma mönnunum undir læknishendur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vegna tungumálaörðugleika hafi túlkur verið fenginn til að aðstoða áhöfnina áður en þyrlan tók á loft til að fara yfir hvernig staðið yrði að hífingum. Þegar þyrlan kom á vettvang var sigmanni, lækni, tveimur hífingarbörum og búnaði slakað um borð í skipið. Þyrlan fór frá skipinu meðan áhöfnin athafnaði sig um borð og hlúði að skipverjunum. Þeim var komið fyrir á grjónadýnu í hífingarbörum og undirbúnir til flutnings. Að því búnu fór þyrlulæknirinn aftur um borð í þyrluna og svo voru skipverjarnir tveir hífðir um borð. Sigmaðurinn fór síðastur frá flutningaskipinu. Skipverjarnir voru svo fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Meðfylgjandi myndband gefur innsýn inn í störf þyrlusveitarinnar. Í því má sjá feril útkallsins frá sjónarhorni sigmannsins. Þá var áhöfnin á þyrlunni TF-GRO kölluð út að kvöldi laugardags til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél ekki lent í Eyjum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum og var komin aftur til baka rúmri klukkustund síðar. Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Vogar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Myndband sem Landhelgisgæslan birti í dag sýnir björgunina frá upphafi til enda. Þá var önnur þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug frá Vesmannaeyjum að kvöldi laugardags en gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskips, sem statt var skammt norður af Keilisnesi á Reykjanesskaga, á laugardag. Ákveðið var að senda þyrluna TF-EIR til að koma mönnunum undir læknishendur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vegna tungumálaörðugleika hafi túlkur verið fenginn til að aðstoða áhöfnina áður en þyrlan tók á loft til að fara yfir hvernig staðið yrði að hífingum. Þegar þyrlan kom á vettvang var sigmanni, lækni, tveimur hífingarbörum og búnaði slakað um borð í skipið. Þyrlan fór frá skipinu meðan áhöfnin athafnaði sig um borð og hlúði að skipverjunum. Þeim var komið fyrir á grjónadýnu í hífingarbörum og undirbúnir til flutnings. Að því búnu fór þyrlulæknirinn aftur um borð í þyrluna og svo voru skipverjarnir tveir hífðir um borð. Sigmaðurinn fór síðastur frá flutningaskipinu. Skipverjarnir voru svo fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Meðfylgjandi myndband gefur innsýn inn í störf þyrlusveitarinnar. Í því má sjá feril útkallsins frá sjónarhorni sigmannsins. Þá var áhöfnin á þyrlunni TF-GRO kölluð út að kvöldi laugardags til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél ekki lent í Eyjum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum og var komin aftur til baka rúmri klukkustund síðar.
Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Vogar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira