Akureyri – Höfuðborg landsbyggðar? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun