Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 15:45 Áreksturinn varð skammt frá hringtorgi við Keflavíkurflugvöll laugardaginn 18. janúar. Grafík/Hafsteinn Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta. Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta.
Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03