Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 14:00 Elizabeth Holmes var aðeins 19 ára þegar hún stofnaði Theranos. Hún sætir nú ákæru fyrir svik og blekkingar. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum vísaði frá hluta á ákæru á hendur Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, sem sökuð hefur verið um stórfelldar blekkingar og fjársvik. Sá hluti ákærunnar sem snýr að því að Holmes og meðstjórnandi hennar hafi framið fjársvik með því að blekkja sjúklinga stendur enn. Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, fyrrverandi forseti Theranos, voru upphaflega ákærð fyrir samsæri og fjársvik í ellefu liðum í júní árið 2018. Þau hafa neitað sök. Theranos hélt því fram að það hefði þróað tækni sem auðveldaði blóðprufur til muna. Aðeins þyrfti einn blóðdropa úr fingri sjúklinga sem væri svo prófaður sjálfvirkt í tækjabúnaði fyrirtækisins. Dómarinn í máli Holmes og Balwani vísaði hluta ákæranna frá á þeim forsendum að það hefði verið tryggingafyrirtæki sjúklinganna en ekki sjúklingarnir sjálfir sem hefðu greitt fyrir blóðprufur. Þannig hefðu þau ekki svipt sjúklinga fé eða eignum. Engar sannanir væru heldur fyrir því að þau hefðu skipað læknum að gefa sjúklingum misvísandi upplýsingar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjá einnig: Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem var sögð næsti Steve Jobs Holmes og Balwani, sem áttu meðal annars í ástarsambandi um tíma, eru enn ákærð fyrir að hafa hvatt lækna og sjúklinga til að nota blóðprufuþjónustu fyrirtækisins þrátt fyrir að þau vissu að það gæti ekki rannsakað blóð á áreiðanlegan hátt. Theranos og Holmes vöktu mikla athygli fyrr á þessum áratug og var Holmes sérstaklega hyllt sem yngsta konan til að gerast sjálfskapaður milljarðamæringur. Henni var jafnframt líkt við Steve Jobs, stofnanda Apple, fyrir frumkvöðlastarfsemi sína. Verulega efasemdir um raunverulega virkni og áreiðanleika tækninnar sem Theranos og Holmes sögðust hafa þróað komu fram með ítarlegri umfjöllun Wall Street Journal árið 2015. Umfjöllunin varð upphafið að endalokum Theranos sem lagði loks upp laupana fyrir tveimur árum. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum vísaði frá hluta á ákæru á hendur Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, sem sökuð hefur verið um stórfelldar blekkingar og fjársvik. Sá hluti ákærunnar sem snýr að því að Holmes og meðstjórnandi hennar hafi framið fjársvik með því að blekkja sjúklinga stendur enn. Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, fyrrverandi forseti Theranos, voru upphaflega ákærð fyrir samsæri og fjársvik í ellefu liðum í júní árið 2018. Þau hafa neitað sök. Theranos hélt því fram að það hefði þróað tækni sem auðveldaði blóðprufur til muna. Aðeins þyrfti einn blóðdropa úr fingri sjúklinga sem væri svo prófaður sjálfvirkt í tækjabúnaði fyrirtækisins. Dómarinn í máli Holmes og Balwani vísaði hluta ákæranna frá á þeim forsendum að það hefði verið tryggingafyrirtæki sjúklinganna en ekki sjúklingarnir sjálfir sem hefðu greitt fyrir blóðprufur. Þannig hefðu þau ekki svipt sjúklinga fé eða eignum. Engar sannanir væru heldur fyrir því að þau hefðu skipað læknum að gefa sjúklingum misvísandi upplýsingar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjá einnig: Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem var sögð næsti Steve Jobs Holmes og Balwani, sem áttu meðal annars í ástarsambandi um tíma, eru enn ákærð fyrir að hafa hvatt lækna og sjúklinga til að nota blóðprufuþjónustu fyrirtækisins þrátt fyrir að þau vissu að það gæti ekki rannsakað blóð á áreiðanlegan hátt. Theranos og Holmes vöktu mikla athygli fyrr á þessum áratug og var Holmes sérstaklega hyllt sem yngsta konan til að gerast sjálfskapaður milljarðamæringur. Henni var jafnframt líkt við Steve Jobs, stofnanda Apple, fyrir frumkvöðlastarfsemi sína. Verulega efasemdir um raunverulega virkni og áreiðanleika tækninnar sem Theranos og Holmes sögðust hafa þróað komu fram með ítarlegri umfjöllun Wall Street Journal árið 2015. Umfjöllunin varð upphafið að endalokum Theranos sem lagði loks upp laupana fyrir tveimur árum.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00