Meira en 25 milljónir hafa dáðst á samanburðinum á troðslum Kobe og LeBron Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Gegguð mynd af umræddri troðslu LeBron James. Getty/Andrew D. Bernstein Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira