Leikstjórinn Spike Lee heiðraði Kobe Bryant heitinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt.
Lee mætti í jakkafötum í litum Los Angeles Lakers, fjólubláum og gulum.
Númer Kobes, 24, var bæði framan og aftan á jakkanum sem Lee klæddist. Hann var einnig í sérstökum Kobe-skóm frá Nike.
Respect. #Oscarspic.twitter.com/CxlWD2tmFW
— The Academy (@TheAcademy) February 9, 2020
Bryant lést í þyrluslysi ásamt dóttur sinni, Giönnu, og sjö öðrum 26. janúar síðastliðinn.
Kobe fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknuðu stuttmynd, Dear Basketball, fyrir tveimur árum.
Lee fékk sinn fyrsta Óskar í fyrra fyrir handrit myndarinnar BlacKkKlansman. Lee afhenti Bong Joon-ho Óskarinn fyrir bestu leikstjórn á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt.
Lee er einn þekktasti stuðningsmaður New York Knicks og rimmur hans og Reggie Miller um miðjan 10. áratug síðustu aldar eru frægar.