Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 11:43 Virði hlutabréfa Icelandair hefur stefnt niður á við að undanförnu. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum. Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum.
Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43
Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27
Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16