Valur fór létt með ÍBV | Víkíngur Ó. halda áfram að leka mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 16:15 Sigurður Egill skoraði tvívegis gegn ÍBV í dag. Vísir/Bára Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig. Íslenski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira