Kjartan Atli og Teitur fara yfir komandi leiki | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 21:00 Kjartan Atli og Teitur voru léttir, ljúfir og kátir í kvöld. Vísir/Skjáskot Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast. Fóru þeir félagar yfir hvern leik fyrir sig og má sjá alla umræðuna í spilaranum hér að neðan.Næsta umferð Sunnudaginn 1. mars eru fjórir leikir í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn, Keflavík fær Hauka í heimsókn og Njarðvík fær KR í heimsókn - í beinni á Stöð 2 Sport 2. Degi síðar eða á mánudeginum 2. mars fara Fjölnismenn á Sauðárkrók þar sem þeir mæta heimamönnum í Tindastól og ÍR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn – í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið er svo bein útsending frá Domino´s Körfuboltakvöldi.Grindvíkingar til alls líklegir„Grindvíkingar komust í bikarúrslit og það er búið að vera skrið á þeim,“ sagði Kjartan Atli um Grindavíkur liðið og Teitur tók í sama streng „Það eru búin að vera batamerki á þeim, nýji leikmaðurinn þeirra [Seth LeDay] styrkir þá mikið og Sigtryggur [Arnar Björnsson] virðist vera búinn að finna fjölina sína. Honum finnst gaman að fá athygli og þá er oft meiri kraftur í honum. Valur verður hins vegar að vinna.“Stjarnan of stór biti fyrir ÞórTeitur hefur ekki mikla trú á Þór Akureyri gegn Stjörnunni í Garðabænum. „Stjarnan eru bara það massífir að ég held að það sé of stór pakki fyrir Þór til að gera þetta að leik.“KR verða með meistaralið sama hvaðGífurleg meiðsli Íslandsmeistara KR voru eðlilega rædd en Teitur vill samt meina að þeir mæti með ágætis lið í komandi leik gegn Njarðvík „Hverjir eru að fara mæta til leiks fyrir KR, það er kannski það forvitnilegasta finnst mér,“ sagði Kjartan um komandi leik KR en liðið mætir Njarðvík á útivelli. „Þeir verða með meistaralið, það er ekkert öðruvísi“ sagði Teitur um leikmannahóp KR en Dino Cinac, króatíski miðherji liðsins, meiddist illa á auga í vikunni. Mike DiNunno samdi við KR á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki leikfær fyrr en í úrslitakeppninni. Þá er Björn Kristjánsson enn frá og aðrir lykilmenn KR hafa glímt við meiðsli á einhverjum tímapunkti í vetur. Klippa: Spjall um Dominos Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. 27. febrúar 2020 16:15 Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. 27. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast. Fóru þeir félagar yfir hvern leik fyrir sig og má sjá alla umræðuna í spilaranum hér að neðan.Næsta umferð Sunnudaginn 1. mars eru fjórir leikir í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn, Keflavík fær Hauka í heimsókn og Njarðvík fær KR í heimsókn - í beinni á Stöð 2 Sport 2. Degi síðar eða á mánudeginum 2. mars fara Fjölnismenn á Sauðárkrók þar sem þeir mæta heimamönnum í Tindastól og ÍR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn – í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið er svo bein útsending frá Domino´s Körfuboltakvöldi.Grindvíkingar til alls líklegir„Grindvíkingar komust í bikarúrslit og það er búið að vera skrið á þeim,“ sagði Kjartan Atli um Grindavíkur liðið og Teitur tók í sama streng „Það eru búin að vera batamerki á þeim, nýji leikmaðurinn þeirra [Seth LeDay] styrkir þá mikið og Sigtryggur [Arnar Björnsson] virðist vera búinn að finna fjölina sína. Honum finnst gaman að fá athygli og þá er oft meiri kraftur í honum. Valur verður hins vegar að vinna.“Stjarnan of stór biti fyrir ÞórTeitur hefur ekki mikla trú á Þór Akureyri gegn Stjörnunni í Garðabænum. „Stjarnan eru bara það massífir að ég held að það sé of stór pakki fyrir Þór til að gera þetta að leik.“KR verða með meistaralið sama hvaðGífurleg meiðsli Íslandsmeistara KR voru eðlilega rædd en Teitur vill samt meina að þeir mæti með ágætis lið í komandi leik gegn Njarðvík „Hverjir eru að fara mæta til leiks fyrir KR, það er kannski það forvitnilegasta finnst mér,“ sagði Kjartan um komandi leik KR en liðið mætir Njarðvík á útivelli. „Þeir verða með meistaralið, það er ekkert öðruvísi“ sagði Teitur um leikmannahóp KR en Dino Cinac, króatíski miðherji liðsins, meiddist illa á auga í vikunni. Mike DiNunno samdi við KR á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki leikfær fyrr en í úrslitakeppninni. Þá er Björn Kristjánsson enn frá og aðrir lykilmenn KR hafa glímt við meiðsli á einhverjum tímapunkti í vetur. Klippa: Spjall um Dominos
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. 27. febrúar 2020 16:15 Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. 27. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. 27. febrúar 2020 16:15
Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. 27. febrúar 2020 10:30