Enska úrvalsdeildin stofnar heiðurshöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 11:30 Bikarinn sem er keppt er um í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Getty/Shaun Botterill Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020 Bretland England Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020
Bretland England Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira