Gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira