Höfum við gengið til góðs? Af vinnumarkaði og verkföllum Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 13:30 Áhugaverð umfjöllun um álag á vinnustöðum er í boði þessa dagana á Vísi. Þar kemur m.a. fram að reglubundnar kannanir Gallup sýna að mun fleiri segjast úrvinda eftir vinnu en áður þrátt fyrir að tölur um vinnuálag hreyfist furðu lítið milli ára. Áreiti hefur hins vegar aukist mikið á síðustu árum með snjalltækjavæðingunni og nú mælast fjarvistir frá vinnu meiri en síðustu ár. Sífellt fleira keppir um athygli fólks og við erum nánast alltaf innan þjónustusvæðis. Oft er mikið að gera í einkalífinu og fjölskyldulífið getur verið talsvert púsluspil. Tæknitrylltur heimur Tómas Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup, bendir á að árið 2011 var snjallsímaeign fólks 21% en árið 2017 var hún orðin 86% og gagnamagnið hefur aukist fimmfalt. Íslensk börn og unglingar sofa of lítið sem og fullorðnir og nær allir Íslendingar á aldrinum 16 til 74 ára nota netið reglulega miðað við nýlegar tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þar kemur einnig fram að 91% fólks á aldrinum 16 til 74 ára á Íslandi nota samfélagsmiðla. Örar tæknibreytingar hafa áhrif á vinnustaði og einkalíf. Störf breytast og tíðar breytingar á skipulagi fyrirtækja hafa líka áhrif og hefði mátt vænta þess að auknir möguleikar með tækninýjungum ættu að geta einfaldað vinnuskipulag og aukið möguleika á jafnvægi vinnu og einkalífs. Það vekur hins vegar athygli að næstum jafn margir segja að vinna og einkalíf rekist á í dag og fyrir nærri tveimur áratugum. Höfum við þá gengið til góðs? Nýjar kröfur og umgengnisreglur Sítenging í samskiptum er eitt þeirra atriða sem eykur vinnuálag og við verðum að læra að umgangast tæknina betur. Hvernig eiga foreldrar að kenna börnum sínum að umgangast tækni á ábyrgan og uppbyggjandi hátt þegar þeir eru í mesta basli með það sjálfir? Við þurfum öll aðstoð við þetta stóra verkefni. Lítið starfsöryggi og fjárhagsáhyggjur eru einnig streituvaldar sem hafa áhrif. Tónninn sem hér er sleginn er mögulega fremur neikvæður og vissulega má líta á aukna áherslu á umhverfismál, tækninotkun og heilbrigði sem jákvæðar áskoranir þar sem aukin meðvitund ætti að hafa í för með sér bættan heim. En eitthvað er það í þessari jöfnu sem gengur ekki upp og veldur því að kulnun og streita í nútímasamfélagi rjúka upp úr öllu valdi. Kröfur um fullkomnun á öllum lífsins sviðum eru æpandi og mannskemmandi. Kröfur sem við gerum á okkur sjálf og aðra með breyttum neysluvenjum og lífsviðhorfum. Tölvan segir nei... Forsvarsmenn fyrirtækja kvarta einnig undan íþyngjandi regluverki og álögum sem fylgja t.a.m. nýjum persónuverndarlögum, jafnlaunavottun o.fl. og að nú séu fleiri hagsmunir komnir inn í jöfnuna þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Aðrir telja að þessir vaxtaverkir og áskoranir í rekstri muni síðar skila hagræðingu og jákvæðri niðurstöðu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, bendir á að við horfumst í augu við miklar samfélagslegar áskoranir sem verði aldrei leystar nema í góðri samvinnu hins opinbera, atvinnulífs og einstaklinga. Af hverju er ekki allt brjálað? Nú horfumst við í augu við róstursama tíma þar sem verkföll skekja vinnumarkaðinn. Eitthvað sem var fyrirséð með aukinni misskiptingu í samfélaginu og óviðunandi lífsskilyrðum í sumum tilvikum. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarið verið spurð hvort við höfum heyrt frá leikskólaforeldrum og hvort þeir séu ekki í miklum vanda? Í hreinskilni sagt höfum við fram til þessa lítið heyrt frá þeim og ímynduðum okkur sem svo að mögulega heyrðist meira þegar lengra liði á verkföllin og áhrifin yrðu þ.a.l. meiri. Nú hef ég rætt við marga leikskólaforeldra og fylgst með umræðunni, og vitið þið hvað? Vitið þið af hverju heyrist svona lítið frá þeim? Nú af því þeir eru á fullu við að halda öllum boltum á lofti, eða eins og ein móðir orðaði það í fésbókarfærslu þá eru foreldrarnir sem sitja í súpunni hugsanlega of bugaðir til að gera allt brjálað út af þessu og krefjast þess að samningsaðilar leysi deiluna. Verkefnahalinn í vinnunni lengist á meðan foreldrar troða marvaðann með reddingum alla daga og börnin skynja óvissuna og sakna vinanna. Fólk hefur einfaldlega ekki tíma né orku til að gera allt brjálað því þarna er kornið komið sem fyllir mælinn. Búið er að keyra meðaljóninn í kaf í streitufylltum nútímanum þannig að hann hefur ekki tíma né orku fyrir baráttu af neinu tagi. Kerfi sem heldur fólki uppteknu og með fjárhagsáhyggjur gerir það líka annars hugar og ófært um að takast á við stóru málin. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og vakningarhluta SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Hrefna Sigurjónsdóttir Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhugaverð umfjöllun um álag á vinnustöðum er í boði þessa dagana á Vísi. Þar kemur m.a. fram að reglubundnar kannanir Gallup sýna að mun fleiri segjast úrvinda eftir vinnu en áður þrátt fyrir að tölur um vinnuálag hreyfist furðu lítið milli ára. Áreiti hefur hins vegar aukist mikið á síðustu árum með snjalltækjavæðingunni og nú mælast fjarvistir frá vinnu meiri en síðustu ár. Sífellt fleira keppir um athygli fólks og við erum nánast alltaf innan þjónustusvæðis. Oft er mikið að gera í einkalífinu og fjölskyldulífið getur verið talsvert púsluspil. Tæknitrylltur heimur Tómas Bjarnason, sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup, bendir á að árið 2011 var snjallsímaeign fólks 21% en árið 2017 var hún orðin 86% og gagnamagnið hefur aukist fimmfalt. Íslensk börn og unglingar sofa of lítið sem og fullorðnir og nær allir Íslendingar á aldrinum 16 til 74 ára nota netið reglulega miðað við nýlegar tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þar kemur einnig fram að 91% fólks á aldrinum 16 til 74 ára á Íslandi nota samfélagsmiðla. Örar tæknibreytingar hafa áhrif á vinnustaði og einkalíf. Störf breytast og tíðar breytingar á skipulagi fyrirtækja hafa líka áhrif og hefði mátt vænta þess að auknir möguleikar með tækninýjungum ættu að geta einfaldað vinnuskipulag og aukið möguleika á jafnvægi vinnu og einkalífs. Það vekur hins vegar athygli að næstum jafn margir segja að vinna og einkalíf rekist á í dag og fyrir nærri tveimur áratugum. Höfum við þá gengið til góðs? Nýjar kröfur og umgengnisreglur Sítenging í samskiptum er eitt þeirra atriða sem eykur vinnuálag og við verðum að læra að umgangast tæknina betur. Hvernig eiga foreldrar að kenna börnum sínum að umgangast tækni á ábyrgan og uppbyggjandi hátt þegar þeir eru í mesta basli með það sjálfir? Við þurfum öll aðstoð við þetta stóra verkefni. Lítið starfsöryggi og fjárhagsáhyggjur eru einnig streituvaldar sem hafa áhrif. Tónninn sem hér er sleginn er mögulega fremur neikvæður og vissulega má líta á aukna áherslu á umhverfismál, tækninotkun og heilbrigði sem jákvæðar áskoranir þar sem aukin meðvitund ætti að hafa í för með sér bættan heim. En eitthvað er það í þessari jöfnu sem gengur ekki upp og veldur því að kulnun og streita í nútímasamfélagi rjúka upp úr öllu valdi. Kröfur um fullkomnun á öllum lífsins sviðum eru æpandi og mannskemmandi. Kröfur sem við gerum á okkur sjálf og aðra með breyttum neysluvenjum og lífsviðhorfum. Tölvan segir nei... Forsvarsmenn fyrirtækja kvarta einnig undan íþyngjandi regluverki og álögum sem fylgja t.a.m. nýjum persónuverndarlögum, jafnlaunavottun o.fl. og að nú séu fleiri hagsmunir komnir inn í jöfnuna þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Aðrir telja að þessir vaxtaverkir og áskoranir í rekstri muni síðar skila hagræðingu og jákvæðri niðurstöðu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, bendir á að við horfumst í augu við miklar samfélagslegar áskoranir sem verði aldrei leystar nema í góðri samvinnu hins opinbera, atvinnulífs og einstaklinga. Af hverju er ekki allt brjálað? Nú horfumst við í augu við róstursama tíma þar sem verkföll skekja vinnumarkaðinn. Eitthvað sem var fyrirséð með aukinni misskiptingu í samfélaginu og óviðunandi lífsskilyrðum í sumum tilvikum. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarið verið spurð hvort við höfum heyrt frá leikskólaforeldrum og hvort þeir séu ekki í miklum vanda? Í hreinskilni sagt höfum við fram til þessa lítið heyrt frá þeim og ímynduðum okkur sem svo að mögulega heyrðist meira þegar lengra liði á verkföllin og áhrifin yrðu þ.a.l. meiri. Nú hef ég rætt við marga leikskólaforeldra og fylgst með umræðunni, og vitið þið hvað? Vitið þið af hverju heyrist svona lítið frá þeim? Nú af því þeir eru á fullu við að halda öllum boltum á lofti, eða eins og ein móðir orðaði það í fésbókarfærslu þá eru foreldrarnir sem sitja í súpunni hugsanlega of bugaðir til að gera allt brjálað út af þessu og krefjast þess að samningsaðilar leysi deiluna. Verkefnahalinn í vinnunni lengist á meðan foreldrar troða marvaðann með reddingum alla daga og börnin skynja óvissuna og sakna vinanna. Fólk hefur einfaldlega ekki tíma né orku til að gera allt brjálað því þarna er kornið komið sem fyllir mælinn. Búið er að keyra meðaljóninn í kaf í streitufylltum nútímanum þannig að hann hefur ekki tíma né orku fyrir baráttu af neinu tagi. Kerfi sem heldur fólki uppteknu og með fjárhagsáhyggjur gerir það líka annars hugar og ófært um að takast á við stóru málin. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og vakningarhluta SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun