„Evrópskt vandamál en ekki ítalskt vandamál“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Maurizio Sarri á blaðamannafundinum í gær. Getty/Daniele Badolato Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, segir að stuðningsmenn liðsins séu í fullum rétti að mæta á leikinn á móti Lyon í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kórónuveiran er farin að breiðast út á Ítalíu og af þeim sökum fá engir áhorfendur að fylgjast með þegar Juventus mætir Internazionale í ítölsku deildinni um helgina. Leikur Lyon og Juventus er fyrri leikur liðanna en sá síðari fer síðan fram á Ítalíu. Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á íþróttaviðburði og ekki lengur bara í Kína þar sem veiran uppgötvaðist fyrst. Maurizio Sarri said Juventus supporters "have every right" to attend the #championsleague tie in Lyon amid concerns over the coronavirus outbreak. More: https://t.co/FkZpt0QThOpic.twitter.com/3ro1kroNzL— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2020 Maurizio Sarri segir að þetta sé „evrópskt vandamál en ekki ítalskt vandamál“ þegar hann var spurður út í ótta manna um smit þegar stuðningsmenn ítalska félagsins mæta til Frakklands. „Auðvitað þurfum við að taka á þessu vandamáli og yfirvöld þurfa byrja á því að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Maurizio Sarri. „Á Ítalíu hafa verið gerð 3500 próf og úr þeim hafa fundist ákveðin fjöldi jákvæðra sýna. Það hafa verið gerð 300 próf í Frakklandi en líklega hefðu fundist jafnmörg jákvæð sýni þar ef prófin hefðu verið jafnmörg,“ sagði Sarri. Hann vill ekki að ábyrgðin á hugsanlegri útbreiðslu sé á herðum stuðningsfólks Juventus sem mætir til Lyon í kvöld. „Stuðningsmenn okkar eru í fullum rétti þegar þeir mæta á leikinn,“ sagði Sarri. Leikur Lyon og Juventus hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og eftir leikina verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð. Leikur Real Madrid og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, segir að stuðningsmenn liðsins séu í fullum rétti að mæta á leikinn á móti Lyon í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kórónuveiran er farin að breiðast út á Ítalíu og af þeim sökum fá engir áhorfendur að fylgjast með þegar Juventus mætir Internazionale í ítölsku deildinni um helgina. Leikur Lyon og Juventus er fyrri leikur liðanna en sá síðari fer síðan fram á Ítalíu. Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á íþróttaviðburði og ekki lengur bara í Kína þar sem veiran uppgötvaðist fyrst. Maurizio Sarri said Juventus supporters "have every right" to attend the #championsleague tie in Lyon amid concerns over the coronavirus outbreak. More: https://t.co/FkZpt0QThOpic.twitter.com/3ro1kroNzL— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2020 Maurizio Sarri segir að þetta sé „evrópskt vandamál en ekki ítalskt vandamál“ þegar hann var spurður út í ótta manna um smit þegar stuðningsmenn ítalska félagsins mæta til Frakklands. „Auðvitað þurfum við að taka á þessu vandamáli og yfirvöld þurfa byrja á því að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Maurizio Sarri. „Á Ítalíu hafa verið gerð 3500 próf og úr þeim hafa fundist ákveðin fjöldi jákvæðra sýna. Það hafa verið gerð 300 próf í Frakklandi en líklega hefðu fundist jafnmörg jákvæð sýni þar ef prófin hefðu verið jafnmörg,“ sagði Sarri. Hann vill ekki að ábyrgðin á hugsanlegri útbreiðslu sé á herðum stuðningsfólks Juventus sem mætir til Lyon í kvöld. „Stuðningsmenn okkar eru í fullum rétti þegar þeir mæta á leikinn,“ sagði Sarri. Leikur Lyon og Juventus hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og eftir leikina verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á sömu stöð. Leikur Real Madrid og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira