„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er kominn aftur í hnakkinn eftir 40 ára hlé. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Hestalífið. Vísir/Hestalífið Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45