Hélt ræðu á minningarathöfninni um Kobe og náði einstöku afreki nokkrum tímum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og fékk góð ráð frá honum. Getty/Cody Glenn Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn