Bræðurnir á Bíldsfelli geta ekki hætt að heyja þótt skepnurnar séu farnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2020 23:15 Frá Bíldsfelli 3. Nýbýlið Bíldsbrún sést ofar. Stöð 2/Einar Árnason. Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00