Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu 21. febrúar 2020 07:00 Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG í vikunni. vísir/getty Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45
Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30
Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36
Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30