Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli þegar lið hans Malmö mætti Wolfsburg í Þýskalandi í kvöld, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.
Ekki er ljóst hvers eðlis meiðslin eru en Arnór fór af velli á 22. mínútu. Þá var staðan markalaus en Wolfsburg vann leikinn 2-1 og staðan því ágæt hjá Malmö fyrir seinni leikinn í Svíþjóð eftir viku.
Arnór verður vonandi búinn að jafna sig löngu áður en íslenska landsliðið kemur saman vegna stórleiksins við Rúmeníu þann 26. mars, í umspilinu um sæti á EM. Betri tíðindi voru af Ragnari Sigurðssyni félaga honum úr landsliðinu í kvöld en hann lék í 1-1 jafntefli FC Köbenhavn við Skotlandsmeistara Celtic.
Úrslitin í fyrri leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildar:
Wolfsburg - Malmö 2-1
Olympiacos - Arsenal 0-1
Wolves - Espanyol 4-0
Frankfurt - RB Salzburg 4-1
APOEL - Basel 0-3
AZ Alkmaar - LASK Linz 1-1
Leverkusen - Porto 2-1
Rangers - Braga 3-2
Roma - Gent 1-0
Club Brugge - Man. Utd 1-1
FC Köbenhavn - Celtic 1-1
Getafe - Ajax 2-0
Frankfurt - Salzburg 4-1
Ludogorets Razgrad - Inter 0-2
Shaktar Donetsk - Benfica 2-1
Sporting Lissabon - Istanbul Basaksehir 3-1
Cluj - Sevilla 1-1
