Rannsaka helsta keppinaut Netanjahú rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2020 20:15 Ekki liggur fyrir hvort að Benny Gantz liggi sjálfur undir grun í málinu sem saksóknarar rannsaka nú. AP/Sebastian Scheiner Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58
Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30
Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45
Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39
Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49