Sportpakkinn: Rory McIlroy líður vel í efsta sæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 16:30 Rory McIlroy er að spila vel þessa dagana. Getty/Barry Chin Bestu kylfingar heims hefja leik á heimsmóti í golfi í Chapultepec vellinum í Mexikóborg síðar í dag. Þetta er fyrsta mót ársins af fjórum í heimsmótaröðinni og það er til mikils að vinna. Arnar Björnsson skoðaði mótið nánar. Dustin Johnson sigraði í fyrra og fékk 1,745 milljónir bandaríkjadali í verðlaun og að auki 550 FEDEX stig. Johnson varð 5 höggum á undan Rory McIlroy sem varð að láta sér nægja 1,095 milljónir dollara. 72 kylfingar keppa á mótinu og þeir skipta með sér rúmlega tíu milljónum dollara eða tæplega 1,3 milljarði íslenskra króna. Fimmtíu stigahæstu kylfingarnir frá síðasta heimslista fá keppnisrétt en nokkrir þeirra ákváðu að taka ekki þátt í mótinu, þeirra á meðal Tiger Woods sem náði sér ekki á strik á Genesis mótinu um síðustu helgi. Ástralinn Adam Scott vann þá sinn fjórtánda sigur í PGA mótaröðinni og þann fyrsta í fjögur ár. Með sigrinum fór Scott upp um sjö sæti á heimslistanum og er núna í sjöunda sæti. Norður Írinn Rory McIlroy heldur fyrsta sætinu á heimslistanum. „Það er gott að vera kominn aftur til Mexikó. Ég er búinn að spila vel í síðustu tvö skiptin. DJ (Dustin Johnson) var aðeins of góður í fyrra, ég spilaði lokahringinn með honum. Mér hefur alltaf liðið vel í þunna loftinu. Ég hef spilað vel hérna líkt og í Sviss og víðar í Evrópu. Mér líður vel og um það snýst þetta. Ég átti gott á í fyrra og held áfram að bæta suma þættina hjá mér og byggja ofan á fína spilamennsku. Í fyrsta sinn í hálft fimmta ár er ég í fyrsta sæti á heimslistanum þannig að mér líður vel“, sagði Rory McIlroy. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rory McIllroy líður vel í efsta sæti heimslistans Golf Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bestu kylfingar heims hefja leik á heimsmóti í golfi í Chapultepec vellinum í Mexikóborg síðar í dag. Þetta er fyrsta mót ársins af fjórum í heimsmótaröðinni og það er til mikils að vinna. Arnar Björnsson skoðaði mótið nánar. Dustin Johnson sigraði í fyrra og fékk 1,745 milljónir bandaríkjadali í verðlaun og að auki 550 FEDEX stig. Johnson varð 5 höggum á undan Rory McIlroy sem varð að láta sér nægja 1,095 milljónir dollara. 72 kylfingar keppa á mótinu og þeir skipta með sér rúmlega tíu milljónum dollara eða tæplega 1,3 milljarði íslenskra króna. Fimmtíu stigahæstu kylfingarnir frá síðasta heimslista fá keppnisrétt en nokkrir þeirra ákváðu að taka ekki þátt í mótinu, þeirra á meðal Tiger Woods sem náði sér ekki á strik á Genesis mótinu um síðustu helgi. Ástralinn Adam Scott vann þá sinn fjórtánda sigur í PGA mótaröðinni og þann fyrsta í fjögur ár. Með sigrinum fór Scott upp um sjö sæti á heimslistanum og er núna í sjöunda sæti. Norður Írinn Rory McIlroy heldur fyrsta sætinu á heimslistanum. „Það er gott að vera kominn aftur til Mexikó. Ég er búinn að spila vel í síðustu tvö skiptin. DJ (Dustin Johnson) var aðeins of góður í fyrra, ég spilaði lokahringinn með honum. Mér hefur alltaf liðið vel í þunna loftinu. Ég hef spilað vel hérna líkt og í Sviss og víðar í Evrópu. Mér líður vel og um það snýst þetta. Ég átti gott á í fyrra og held áfram að bæta suma þættina hjá mér og byggja ofan á fína spilamennsku. Í fyrsta sinn í hálft fimmta ár er ég í fyrsta sæti á heimslistanum þannig að mér líður vel“, sagði Rory McIlroy. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rory McIllroy líður vel í efsta sæti heimslistans
Golf Sportpakkinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira