Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Sylvía Hall skrifar 9. mars 2020 20:18 Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið. Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. Hann vilji að Gagnamagninu vegni vel í keppninni og að atriðið muni ganga upp. Eurovision sé þó fyrst og fremst skemmtun, bæði fyrir áhorfendur og þau sem taka þátt. Þetta kemur fram í viðtali Metro við Daða Frey. Þar er rætt um Netflix samsæriskenningarnar, möguleg áhrif kórónuveirunnar á keppnina og það að þurfa að vera í burtu frá dóttur sinni á meðan keppnin fer fram. „Ef það gerist núna, þá þýðir það að við enduðum í fyrsta sæti í Eurovision, ég myndi upplifa það sem ákveðinn sigur,“ segir Daði um þann möguleika að keppninni yrði frestað. Hann segist þó ekki hafa of miklar áhyggjur. „Ég myndi vilja koma fram á sviðinu. Ég hef séð hvernig sviðið verður, og það er risastórt. Ég er mjög spenntur að færa [atriðið] á stóra sviðið. En það er ekki heimsendir – vonandi, kannski er það heimsendir. Vona ekki.“Vonar að Íslendingar geti fagnað á fimmtudeginum Þrátt fyrir spár um gott gengi Daða og Gagnamagnsins í keppninni er Daði nokkuð rólegur. Sigurinn sé alls ekki í höfn og þau séu ekki mikið að pæla í tölfræði veðbanka. „Ég held við séum ekki endilega að fara að vinna, við erum ekki að pæla of mikið í því. Við ætlum bara að fara og koma fram og sjá hvað gerist. Vonandi komumst við að minnsta kosti í úrslit, svo Ísland geti haldið gott partý.“ Ísland kemur fram á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar þann 14. maí. Það er óhætt að segja að Íslendingar fari vongóðir inn í keppnina í ár, enda hefur Ísland vermt fyrsta og annað sæti veðbanka til skiptis undanfarnar vikur.Sjá einnig: Daða spáð sigri í Eurovision samkvæmt veðbönkum Þá hefur lagið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum á borð við Twitter. Á meðal þeirra sem vöktu athygli á laginu er leikarinn Russell Crowe, en hann deildi því með fylgjendum sínum sem eru hátt í þrjár milljónir. „Það hefur verið frekar klikkað. Það byrjaði fyrir um það bil tveimur vikum þegar Internetið uppgötvaði lagið. Síðan við unnum hefur það nokkurn veginn verið stanslaust,“ segir Daði um athyglina sem lagið hefur fengið.Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið Think about things í Rotterdam 14.maí.SkjáskotSamsæriskenningarnar fyrst og fremst fyndnar Nokkrum dögum eftir sigur Gagnamagnsins hér heima birti Twitter-notandinn @jrawson skjal sem átti að sýna fram á fyrir fram ákveðna tímalínu Netflix til þess að tryggja sigur Daða í lokakeppninni. Skjalið var þó að öllum líkindum grín höfundar, en útibú Netflix í Bretlandi og Írlandi deildi tístinu áfram.Sjá einnig: Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. Daði segist fyrst hafa verið ósáttur með grínið en með tímanum hafi það bara orðið fyndið. „Þegar ég sá það fyrst fannst mér það skrítið og var ekki alveg sáttur með það, því mér fannst eins og það væri að draga úr því sem við vorum að gera. Það gæti ekki verið að fólki líkaði einfaldlega lagið og atriðið og væri að bregðast við því,“ segir Daði. „Síðan þá hefur þetta haldið áfram og er bara frábær athygli fyrir okkur. Það er meira fyndið en nokkuð annað. Ég hvet fólk til þess að halda samsæriskenningunni gangandi.“ Hljómsveitin hefur nú hafið undirbúning fyrir lokakeppnina og er hann í fullum gangi. Lagið sjálft er samið um tæplega árs gamla dóttur Daða og Árnýjar eiginkonu hans en hún fer þó ekki með þeim til Rotterdam. „Það hefur verið erfiðara fyrir eiginkonu mína en mig, því ég hef haft lengri tíma til að aðlagast. Ég hef upplifað vikur þar sem ég hef verið í burtu að vinna, svo þetta hefur verið erfiðara fyrir hana. Dóttir okkar verður á Íslandi þegar við förum til Rotterdam svo hún er farin að vera svolítið stressuð yfir því.“ Eurovision Tengdar fréttir Tvö síðustu ár sýna að Íslendingar ættu að róa sig Íslendingar sem þegar eru farnir að leigja út íbúðirnar sínar fyrir yfirvofandi Eurovision-keppni á Íslandi á næsta ári ættu að anda aðeins með nefinu. 3. mars 2020 11:30 Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Daði Freyr gaf út rapplag árið 2010 Eins og alþjóð veit mun Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí. 4. mars 2020 14:30 Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Sérstakt Gagnamagnsgarn er nú komið á markað úr íslenskri ull til heiðurs Daða Frey og Gagnamagninu vegna söngvakeppninnar í Rotterdam í Hollandi í vor en þar mun Daði og hans fólk keppa fyrir hönd Íslands. Garnið sem er af íslensku sauðkindinni er litað til að fá rétta græna litinn fram. 7. mars 2020 19:45 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. Hann vilji að Gagnamagninu vegni vel í keppninni og að atriðið muni ganga upp. Eurovision sé þó fyrst og fremst skemmtun, bæði fyrir áhorfendur og þau sem taka þátt. Þetta kemur fram í viðtali Metro við Daða Frey. Þar er rætt um Netflix samsæriskenningarnar, möguleg áhrif kórónuveirunnar á keppnina og það að þurfa að vera í burtu frá dóttur sinni á meðan keppnin fer fram. „Ef það gerist núna, þá þýðir það að við enduðum í fyrsta sæti í Eurovision, ég myndi upplifa það sem ákveðinn sigur,“ segir Daði um þann möguleika að keppninni yrði frestað. Hann segist þó ekki hafa of miklar áhyggjur. „Ég myndi vilja koma fram á sviðinu. Ég hef séð hvernig sviðið verður, og það er risastórt. Ég er mjög spenntur að færa [atriðið] á stóra sviðið. En það er ekki heimsendir – vonandi, kannski er það heimsendir. Vona ekki.“Vonar að Íslendingar geti fagnað á fimmtudeginum Þrátt fyrir spár um gott gengi Daða og Gagnamagnsins í keppninni er Daði nokkuð rólegur. Sigurinn sé alls ekki í höfn og þau séu ekki mikið að pæla í tölfræði veðbanka. „Ég held við séum ekki endilega að fara að vinna, við erum ekki að pæla of mikið í því. Við ætlum bara að fara og koma fram og sjá hvað gerist. Vonandi komumst við að minnsta kosti í úrslit, svo Ísland geti haldið gott partý.“ Ísland kemur fram á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar þann 14. maí. Það er óhætt að segja að Íslendingar fari vongóðir inn í keppnina í ár, enda hefur Ísland vermt fyrsta og annað sæti veðbanka til skiptis undanfarnar vikur.Sjá einnig: Daða spáð sigri í Eurovision samkvæmt veðbönkum Þá hefur lagið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum á borð við Twitter. Á meðal þeirra sem vöktu athygli á laginu er leikarinn Russell Crowe, en hann deildi því með fylgjendum sínum sem eru hátt í þrjár milljónir. „Það hefur verið frekar klikkað. Það byrjaði fyrir um það bil tveimur vikum þegar Internetið uppgötvaði lagið. Síðan við unnum hefur það nokkurn veginn verið stanslaust,“ segir Daði um athyglina sem lagið hefur fengið.Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið Think about things í Rotterdam 14.maí.SkjáskotSamsæriskenningarnar fyrst og fremst fyndnar Nokkrum dögum eftir sigur Gagnamagnsins hér heima birti Twitter-notandinn @jrawson skjal sem átti að sýna fram á fyrir fram ákveðna tímalínu Netflix til þess að tryggja sigur Daða í lokakeppninni. Skjalið var þó að öllum líkindum grín höfundar, en útibú Netflix í Bretlandi og Írlandi deildi tístinu áfram.Sjá einnig: Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. Daði segist fyrst hafa verið ósáttur með grínið en með tímanum hafi það bara orðið fyndið. „Þegar ég sá það fyrst fannst mér það skrítið og var ekki alveg sáttur með það, því mér fannst eins og það væri að draga úr því sem við vorum að gera. Það gæti ekki verið að fólki líkaði einfaldlega lagið og atriðið og væri að bregðast við því,“ segir Daði. „Síðan þá hefur þetta haldið áfram og er bara frábær athygli fyrir okkur. Það er meira fyndið en nokkuð annað. Ég hvet fólk til þess að halda samsæriskenningunni gangandi.“ Hljómsveitin hefur nú hafið undirbúning fyrir lokakeppnina og er hann í fullum gangi. Lagið sjálft er samið um tæplega árs gamla dóttur Daða og Árnýjar eiginkonu hans en hún fer þó ekki með þeim til Rotterdam. „Það hefur verið erfiðara fyrir eiginkonu mína en mig, því ég hef haft lengri tíma til að aðlagast. Ég hef upplifað vikur þar sem ég hef verið í burtu að vinna, svo þetta hefur verið erfiðara fyrir hana. Dóttir okkar verður á Íslandi þegar við förum til Rotterdam svo hún er farin að vera svolítið stressuð yfir því.“
Eurovision Tengdar fréttir Tvö síðustu ár sýna að Íslendingar ættu að róa sig Íslendingar sem þegar eru farnir að leigja út íbúðirnar sínar fyrir yfirvofandi Eurovision-keppni á Íslandi á næsta ári ættu að anda aðeins með nefinu. 3. mars 2020 11:30 Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Daði Freyr gaf út rapplag árið 2010 Eins og alþjóð veit mun Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí. 4. mars 2020 14:30 Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Sérstakt Gagnamagnsgarn er nú komið á markað úr íslenskri ull til heiðurs Daða Frey og Gagnamagninu vegna söngvakeppninnar í Rotterdam í Hollandi í vor en þar mun Daði og hans fólk keppa fyrir hönd Íslands. Garnið sem er af íslensku sauðkindinni er litað til að fá rétta græna litinn fram. 7. mars 2020 19:45 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Tvö síðustu ár sýna að Íslendingar ættu að róa sig Íslendingar sem þegar eru farnir að leigja út íbúðirnar sínar fyrir yfirvofandi Eurovision-keppni á Íslandi á næsta ári ættu að anda aðeins með nefinu. 3. mars 2020 11:30
Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33
Daði Freyr gaf út rapplag árið 2010 Eins og alþjóð veit mun Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí. 4. mars 2020 14:30
Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Sérstakt Gagnamagnsgarn er nú komið á markað úr íslenskri ull til heiðurs Daða Frey og Gagnamagninu vegna söngvakeppninnar í Rotterdam í Hollandi í vor en þar mun Daði og hans fólk keppa fyrir hönd Íslands. Garnið sem er af íslensku sauðkindinni er litað til að fá rétta græna litinn fram. 7. mars 2020 19:45